- Þjónusta
- Vörur
- Vinnustaðurinn
- Um okkur
- Vottanir
Þegar kemur að flokkun í fyrirtækjum og stofnunum er mikilvægt að allir starfsmenn þekki leikreglurnar svo að hámarksárangur náist í flokkun. Hér verður farið yfir flokkunarleiðbeiningar fyrir hvern og einn flokk! Athugið að flokkunarhandbókin gerir ráð fyrir að allir flokkar séu flokkaðir sérstaklega, sérsöfnun á hverju efni. Allar aðrar útfærslur þarf að útfæra með viðskiptastjóra.
Markmiðið er að hækka endurvinnsluhlutfall, þ.e að hækka hlutfall efna til endurvinnslu/endurnýtingu og minnka hlutfall efna sem er sendur í brennslu.
Við mælum með eftirfarandi vefsíðum til þess að kynna sér enn frekar upplýsingar um flokkun og hringrásarhagkerfið:
Bylgjupappi er verðmætt endurvinnsluefni og því er mikilvægt að halda því aðskildu frá blönduðum pappa og pappír ef kostur er á. Sjá leiðbeiningar hér
Leiðbeiningar um flokkun á
bylgjupappa
Þeir flokkar sem mega fara með bylgjupappa
Til athugunar við flokkun
Til að efni nýtist sem best sem endurvinnsluefni er mikilvægt að aðskilja bylgjupappa frá blönduðum pappír og pappa.
Allar frekari upplýsingar er hægt að fá hjá sölufulltrúum okkar í síma 535 2500
Allt gler og allar glerumbúðir. Mikilvægt er að búið sé að hreinsa alla matarafganga úr glerinu. Sjá leiðbeiningar hér
Leiðbeiningar um flokkun á
gleri
Til athugunar við flokkun
Mikilvægt er að glerið sé án matarleifa og aðskotahluta s.s. málm- eða plastlokum.
Allar frekari upplýsingar er hægt að fá hjá sölufulltrúum okkar í síma 535 2500
Þeir flokkar sem mega fara með hreinu gleri
Glærri plastfilmu skal safnað í sérstaka troðslupoka sem gott er að geyma á grind. Sjá leiðbeiningar hér
Leiðbeiningar um flokkun á
glærri plastfilmu
Glærri plastfilmu skal safnað í sérstaka troðslupoka sem gott er að geyma á grind. Athugið að eingöngu glær plastfilma skal fara með í þessa poka.
Til athugunar við flokkun
Til að efni nýtist sem best sem endurvinnsluefni er mikilvægt að blanda ekki öðru plasti saman við glæra plastfilmu.
Allar frekari upplýsingar er hægt að fá hjá sölufulltrúum okkar í síma 535 2500
Litaðri plastfilmu skal safnað í sérstaka troðslupoka sem gott er að geyma á grind. Sjá leiðbeiningar hér
Leiðbeiningar um flokkun á
litaðri plastfilmu
Litaðri plastfilmu skal safnað í sérstaka troðslupoka sem gott er að geyma á grind. Athugið að eingöngu lituð plastfilma skal fara með í þessa poka.
Til athugunar við flokkun
Til að efni nýtist sem best sem endurvinnsluefni er mikilvægt að blanda ekki öðru plasti samanvið glæra plastfilmu.
Allar frekari upplýsingar er hægt að fá hjá sölufulltrúum okkar í síma 535 2500
Sængur og sængurver, koddar og koddaver, lök, dúkar, sængurver, tuskur, sloppar og handklæði. Sjá leiðbeiningar hér
Leiðbeiningar um flokkun á líni í samstarfi við Rauða Krossinn
Allt hreint lín má setja í línsöfnun Rauða krossins
Til athugunar við flokkun
Til að efnið nýtist sem best er mikilvægt að það sé hreint, ekki er um að ræða fatnað, hlífðarbúnað eða skó.
Allar frekari upplýsingar er hægt að fá hjá sölufulltrúum okkar í síma 535 2500
Matarleifar, kaffifilterar, tannstönglar (ekki úr plasti), munnþurrkur og fleira. Sjá leiðbeiningar hér
Leiðbeiningar um flokkun á
matarleifum
Þeir flokkar sem mega fara með matarleifum
Til athugunar við flokkun
Setjið ekki plast, málma, gler eða önnur óhreinindi í lífrænan úrgang! Slíkt eyðileggur gæði moltunnar. Ekki má setja stór bein, sbr. læri oþh. þar sem forvinnsla lífræns úrgangs er ekki hafin hjá Sorpu sem tekur við efninu í endurvinnslu.
Matarleifarnar eru notaðar í jarðgerð og því er nauðsynlegt að nota sérstaka niðurbrjótanlega poka. Þessir pokar fást hjá okkur og eru úr pappa og lífrænni sterkju.
Plastpoka má alls ekki nota!
Allar frekari upplýsingar er hægt að fá hjá sölufulltrúum okkar í síma 535 2500
Leiðbeiningar um flokkun á málmi
Mikilvægt er að búið sé að hreinsa alla matarafganga úr málmumbúðum. Sjá leiðbeiningar hér
Leiðbeiningar um flokkun á
málmi
Til athugunar við flokkun
Til að efni nýtist sem best sem endurvinnsluefni er mikilvægt að skola allar matarleifar úr málmumbúðum.
Allt efni á að fara laust í tunnuna ekki í lokuðum pokum
Allar frekari upplýsingar er hægt að fá hjá sölufulltrúum okkar í síma 535 2500
Allar umbúðir úr pappa og pappír. Mikilvægt er að búið sé að hreinsa alla matarafganga úr pappaumbúðum. Sjá leiðbeiningar hér
Leiðbeiningar um flokkun á
blönduðum pappír og pappa
Þeir flokkar sem mega fara í pappírstunnuna
Til athugunar við flokkun
Til að efni nýtist sem best sem endurvinnsluefni er nauðsynlegt að hafa í huga að mjólkurfernur séu vel skolaðar og annar pappír undan matvælum þarf að vera hreinn og þurr.
Allt efni má fara laust í tunnuna, en ef pokar eru notaðir skal nota glæra poka.
Allar frekari upplýsingar er hægt að fá hjá sölufulltrúum okkar í síma 535 2500
Allar umbúðir úr plasti. FRAUÐPLAST ER SÉRFLOKKUR!
Mikilvægt er að búið sé að hreinsa alla matarafganga úr plastumbúðunum. Sjá leiðbeiningar hér
Leiðbeiningar um flokkun á
plastumbúðum
Þeir flokkar sem mega fara með plastumbúðum
Til athugunar við flokkun
FRAUÐPLAST ER SÉRFLOKKUR!
Til að efni nýtist sem best sem endurvinnsluefni er mikilvægt að skola allar matarleifar af plastumbúðum.
Allt efni á að fara laust í tunnuna ekki í lokuðum pokum
Allar frekari upplýsingar er hægt að fá hjá sölufulltrúum okkar í síma 535 2500
Timbur er eitt af þeim efnum sem mikið fellur til af á byggingarsvæðum. Mikilvægt er að aðgreina í upphafi hvort timbrið sé litað eða ólitað en endurvinnsluferlið er mismunandi eftir því hvort á við. Sjá leiðbeiningar hér
Leiðbeiningar um flokkun á
timbri
Til athugunar við flokkun
Mikilvægt er að aðgreina í upphafi hvort timbrið sé litað eða ólitað en endurvinnsluferlið er mismunandi eftir því hvort á við
Allar frekari upplýsingar er hægt að fá hjá sölufulltrúum okkar í síma 535 2500
Þeir flokkar sem mega fara með hreinu timbri
Þeir flokkar sem mega fara með lituðu timbri
Allur bylgjupappi, pappír og málmar sem við söfnum fer í endurvinnslu. Pappi, pappír og plast er sent úr landi til endurvinnslu. Málmar fara til endurvinnslufyrirtækja hér á landi.
Við sendum plastfilmuna til Hollands þar sem frekari flokkun fer fram og síðan endurvinnsla aftur í plastefni. Það eru síðan margir flokkar af öðru umbúðaplasti, t.d. plastpokum, smærri plastfilmu, plastbökkum, samsettri plastfilmu (t.d. áleggsbréf), skyrdósum, stórum og litlum plastflöskum og brúsum, sem við tökum saman í einn flokk. Þetta plast er núna sent til Þýskalands og Svíþjóð þar sem það fer í nánari flokkun. Meirihluti af plastinu er endurunnið, en hluti þess er ekki nothæft til endurvinnslu, t.d. vegna óhreininda eða samsetningu umbúða. Það plast sem ekki er hæft til endurvinnslu, fer til orkuvinnslu. Þannig nýtist efnið til að búa til hita í stað annarra orkugjafa.
Hér er búið að taka saman helstu upplýsingar um þá flokka endurvinnsluefna og úrgangs sem við sækjum til okkar viðskiptavina, dæmi um efni í hverjum flokk fyrir sig og tillögur að íláti til að safna saman flokkunum. Hér er miðað við flokkun á upprunarstað, þ.e að hver og einn flokkur eigi sér ílát.
Bylgjupappi er verðmætt endurvinnsluefni og því er mikilvægt að halda því aðskildu frá blönduðum pappa og pappír ef kostur er á. Bylgjupappinn má vera áprentaður og límbönd eða hefti mega fylgja. Þó er nauðsynlegt að fjarlægja aðra aðskotahluti, t.d. plast eða matarleifar, sem geta rýrt endurvinnslugildi pappans. Bylgjupappi er fluttur til Hollands til endurvinnslu og hann nýist til að búa til nýjar vörur úr pappa.
Ef um mikið magn af bylgjupappa er að ræða er pressugámur heppilegastur en hann pressar pappann jafn óðum til að búa til meira pláss. Ef um minna magn er að ræða mælum við með framhlaðningsgámum.
Sjá allar stærðir og gerðir af pressugámum og framhlaðningsgámum
Timbur er eitt af þeim efnum sem mikið fellur til af á byggingarsvæðum. Mikilvægt er að aðgreina í upphafi hvort timbrið sé litað eða ólitað en endurvinnsluferlið er mismunandi eftir því hvort á við. Ólitað timbur er kurlað niður og verður að timburkurli sem selt er til frekari nota til að mynda við gerð göngustíga og víðar.
Opnir krókgámar henta best þegar safna á saman timbri. Krókgámarnir okkar koma í stærðum 7-30m3. Við eigum einnig mikið úrval af lokuðum krókgámum, það er snyrtilegra á byggingarsvæðum og þá þarf ekki að neta gámana.
Sjá dæmi um stærðir og gerðir krókgáma
Timbur er eitt af þeim efnum sem mikið fellur til af á byggingarsvæðum. Mikilvægt er að aðgreina í upphafi hvort timbrið sé litað eða ólitað en endurvinnsluferlið er mismunandi eftir því hvort á við. Litað timbur er urðað.
Opnir krókgámar henta best þegar safna á saman timbri. Krókgámarnir okkar koma í stærðum 7-30m3. Við eigum einnig mikið úrval af lokuðum krókgámum, það er snyrtilegra á byggingarsvæðum og þá þarf ekki að neta gámana.
Sjá dæmi um stærðir og gerðir krókgáma
Langstærsti hluti byggingarúrgangs er óvirkur úrgangur á borð við steypu, flísar, gler og önnur steinefni. Til að minnka magn í þessum flokki er til dæmis hægt að endurnota meira af honum á verkstað í fyllingar. Mikilvægt er að halda steinefnum flokkuðum frá öðrum úrgangi sem fellur til á byggingarsvæðum.
Opnir krókgámar henta best við söfnun á steinefnum. Krókgámarnir undir steinefni koma í stærðum 3-9 m3.
Sjá dæmi um stærðir og gerðir krókgáma
Mjög víða er að finna ýmsa málmhluti sem hafa lokið hlutverki sínu og nýtast best sem endurunnin málmur í nýja hluti. Til þess að svo megi verða þarf að koma þeim í endurvinnslu.
Opnir krókgámar henta best við söfnun á brotamálmum. Krókgámarnir okkar koma í stærðum 7-30m3. Við eigum einnig mikið úrval af lokuðum krókgámum, það er snyrtilegra á byggingarsvæðum og þá þarf ekki að neta gámana.
Sjá dæmi um stærðir og gerðir krókgáma
Mikilvægt er að koma spilliefnum í réttan farveg og tryggja þannig að þau berist ekki út í umhverfið, enda geta þau verið skaðleg.
Spilliefnakör henta best við söfnun á úrgangi sem flokkast sem spilliefni. Tvær stærðir af körum eru í boði, 400 ltr og 600 ltr
Þegar þarf að henda fatnaði, líni, tuskum og öðru úr textíl er mikilvægt að safna því saman á einn stað og koma því þannig til endurnýtingar eða endurvinnslu. Terra hefur unnið í samstarfi við Rauða Krossinn en þá sinnir Terra söfnun og útvegar viðeigandi ílát og Rauða Krossinn sér um móttöku og að koma efninu í endurvinnslu.
Hægt er að fá tunnur í stærðum 120ltr - 1100 ltr í nokkrum litum. Einnig er hægt að fá tunnur sem hægt er að læsa.
Hér má sjá dæmi um fleiri tunnur
Umbúðaplast ber úrvinnslugjald og því er annað gjald fyrir annað plast sem fellur til. Þessu plasti er einnig komið til endurvinnslu eftir fremsta megni.
Opnir krókgámar henta vel þegar mikið magn af plasti er samankomið á einn stað. Krókgámarnir okkar koma í stærðum 7-30m3. Við eigum einnig mikið úrval af lokuðum krókgámum, það er snyrtilegra á byggingarsvæðum og þá þarf ekki að neta gámana. Einnig er hægt að leigja kör ef plastið er ekki í miklu magni.
Sjá dæmi um stærðir og gerðir krókgáma
Úrgangur sem fellur til úr gifsi þarf að halda aðskildum frá öðrum úrgangi. Gifs má ekki urða ásamt lífrænum úrgangi vegna efnasambanda (H2S) sem losna frá því við slíkar aðstæður.
Opnir krókgámar henta best þegar safna á saman gifsi. Krókgámarnir okkar koma í stærðum 7-30m3. Við eigum einnig mikið úrval af lokuðum krókgámum, það er snyrtilegra á byggingarsvæðum og þá þarf ekki að neta gámana.
Sjá dæmi um stærðir og gerðir krókgáma
Blanda má öðrum pappa en bylgjupappa saman við pappír og safna í sama ílát. Blandaður pappi og pappír er flokkaður á starfstöð Terra og efnið sent út til Hollands til endurvinnslu.
Hægt er að fá tunnur í stærðum 120 ltr - 1100 ltr. í nokkrum litum. Einnig er hægt að fá tunnur sem hægt er að læsa.
Hér má sjá dæmi um fleiri tunnur
Matarleifar skal ávallt haldið aðskildum frá öðrum úrgangi. Þannig er hægt að jarðgera hann og búa til moltu og stuðla þannig að notkun hringrásarhagkerfisins.
Tunnur henta best til söfnunar á matarleifum. Innihaldið er fljótt að verða þungt og mikilvægt er að tæma það reglulega til að koma í veg fyrir að lykt fari að myndast.
Mikil verðmæti eru fólgin í því að koma drykkjarumbúðum til endurvinnslu. Ál er hægt að endurvinna aftur og aftur án þess að efniseiginleikar þess rýrast og árlegt útflutningsverðmæti nemur um 200 millj.kr. skv. tölum frá Endurvinnslunni hf.
Terra býður upp á ílát sem henta til söfnunar á skilagjaldskyldum umbúðum sem enda síðan hjá Endurvinnslunni hf sem sér um að koma þeim til endurvinnslu.
Hægt er að fá tunnur í stærðum 120 ltr - 1100 ltr. í nokkrum litum. Einnig er hægt að fá tunnur sem hægt er að læsa.
Hér má sjá dæmi um fleiri tunnur
Jarðvegur er jarðlag eða setlag úr steindum og lífrænum efni og er eitt mest notaða byggingarefnið í heiminum í dag. Fyrir utan það að vera notað gríðarlega mikið til grundunar mannvirkja, er það einnig mikið notað í steypu.
Opnir krókgámar henta best undir jarðefnaúrgang. Við eigum einnig mikið úrval af lokuðum krókgámum, það er snyrtilegra á byggingarsvæðum og þá þarf ekki að neta gámana. Einnig er hægt að leigja kör ef plastið er ekki í miklu magni.
Sjá dæmi um stærðir og gerðir krókgáma
Í Bolöldu er heimilt að losa endurnýtanlegt, óvirkt jarðefni svo sem mold, möl og grjót. Einnig má losa steinsteypubrot sem búið er að klippa af öll útistandandi járn og hreinsa af öðrum efnum svo sem einangrun, pappa og klæðningu. Ekki er heimilt að losa lífrænan úrgang eins og húsdýraskít og landbúnaðarhrat, eins og það er orðað í starfsleyfi.
Alls ekki tré, rótarkerfi eða annar lífrænn úrgangur.
Athugið: Þessi samsetning er ekki í boði á öllu landinu
Opnir krókgámar henta best undir jarðvegs- og múrbrotsúrgang. Við eigum einnig mikið úrval af lokuðum krókgámum, það er snyrtilegra á byggingarsvæðum og þá þarf ekki að neta gámana. Einnig er hægt að leigja kör ef plastið er ekki í miklu magni.
Sjá dæmi um stærðir og gerðir krókgáma
Veiðarfæraúrgangur frá Íslandi er nú fluttur til endurvinnslu í Litháen og Danmörku. Góður árangur hefur náðst með því fyrirkomulagi og framleiðslan fer að stærstum hluta í raf- og bílaiðnað í Þýskalandi, meðal annars til framleiðslu á plastíhlutum í bifreiðar.
Á vef SFS má nálgast nýjustu upplýsingar um móttökustöðvar fyrir úrelt veiðarfæri til endurvinnslu. Ekki er hægt að tryggja að aðrir geti komið veiðarfæraúrgangi til endurvinnslu.
Opnir krókgámar henta undir veiðarfæraúrgang.
Sjá dæmi um stærðir og gerðir krókgáma
Vistspor byggingariðnaðarins er stórt og undirstrikar mikilvægi umhverfisvænni lausna í iðnaðinum. Hlutverk Terra umhverfisþjónustu í þessu samhengi er að aðstoða fyrirtæki að ná sínum markmiðum í söfnun og flokkun úrgangs og veitir fyrirtækjum sérsniðnar lausnir fyrir byggingariðnaðinn, flokkunarleiðbeiningar og aðstoð til fyrirtækja við að ná sínum markmiðum.
Við gerum okkur grein fyrir að úrgangsefni eru ólík eftir því í hvaða fasa verkefnið er, hvort sem það er niðurrif, byggingarframkvæmd eða jarðvinna og sníðum við þjónustuna að þeim þörfum með fyrirtækinu.
BREEAM staðall
Bream (Building Research Establishment Environmental Assessment Method) er fyrsta vistvottunarkerfið fyrir byggingar og skipulag sem tekið var í notkun á Íslandi og á uppruna sinn frá Bretlandi. Kerfin skapa viðmiðunarramma um það hvað teljist vistvænt mannvirki/skipulag og stuðlar að sjálfbærri þróun innan byggingariðnaðarins. Vistvottunarkerfi eru þróuð með það í huga að draga úr efnisnotkun og neikvæðum umhverfisáhrifum á öllum stigum vistferils bygginga. Skv BREEAM staðlinum þarf að flokka úrgang í eftirtalda 8 flokka; Málmar og brotajárn, timbur, plast, pappír/pappi, steinefni, spilliefni og rafbúnaður. Einnig má hlutfalls almenns sorps ekki vera hærra en 11%. Einnig leggur staðallinn mikið upp úr að úrgangur sé geymdur á þann veg að tryggt sé að hann fjúki ekki né mengi jarðveg.
Hér er hægt að lesa um kröfur BREAAM þegar kemur að byggingarefni og úrgangi
Móttökustöðin Berghellu 1 er opin
mán - fös: 8:00-17:00
Efnaeyðing er opin alla virka daga: 8:00-16:00
Vörulager er opin alla virka daga: 8:00-16:00
Móttökustöðin Hlíðarvöllum Akureyri er opin
mán-fös: 8:00-17:00
Þjónustuver er opið alla virka daga: 9:00-15:00
Netspjallið er opið alla virka daga: 9:00-16:00