Árið 2013 fékk Terra vottun samkvæmt umhverfis staðlinum ISO 14001 frá fyrirtækinu BSI og á hverju ári fer fram úttekt þar sem farið er yfir frammistöðu kerfisins og línur lagðar um frekari umbætur. Á hverju ári þróast því kerfið og heldur áfram að bæta frammistöðu fyrirtækisins í umhverfismálum. Fyrirtækið er einnig með vottun á að gæðakerfið uppfylli kröfur ISO 9001 staðalsins, auk þess sem jafnlaunavottun er lokið.
Nánari upplýsingar um stefnur má sjá hér að neðan.
Þjónustu- og gæðastefna
Tilgangur og umfang
Stefnan tekur til allrar starfsemi Terra og er sett til þess að marka skýra stefnu í þjónustu- og gæðamálum og sem leiðarljós í daglegum rekstri félagsins. Starfsfólk skal virða hana í öllum störfum sínum fyrir félagið. Stefnan tekur mið af sjálfbærnistefnu félagsins ásamt því að uppfylla kröfur í lögum, reglum og reglugerðum.
Hér má finna Þjónustu- og gæðastefnu Terra
Umhverfisstefna
Tilgangur og umfang
Stefnan tekur til allrar starfsemi Terra og er sett til þess að marka skýra stefnu í umhverfismálum og sem leiðarljós í daglegum rekstri. Starfsfólk skal virða hana í öllum störfum sínum fyrir félagið. Stefnan tekur mið af sjálfbærnistefnu félagsins ásamt því að uppfylla kröfur í lögum, reglum og reglugerðum.
Hér má finna Umhverfisstefnu Terra
Vinnuverndar- og öryggisstefna
Tilgangur og umfang
Stefnan tekur til allra sem starfa fyrir Terra og er sett til þess að marka skýra stefnu í vinnuverndar og öryggismálum og sem leiðarljós í daglegum rekstri. Starfsfólk, undirverktakar, aðrir þjónustuaðilar skulu virða hana í öllum störfum sínum fyrir félagið. Stefnan tekur mið af sjálfbærnistefnu félagsins ásamt því að uppfylla kröfur í lögum, reglum og reglugerðum.
Stefna
Komum heil heim Terra leggur ríka áherslu á bæði líkamlega og andlega heilsu starfsfólks. Félagið vinnur að því að byggja upp virka öryggis- og heilsuvitund til að lágmarka líkur á slysum, tjónum og fjarvistum vegna veikinda.
Unnið er að stöðugum umbótum með reglulegu eftirliti með vinnuverndar- og öryggismálum með því að skrá atvik og ófullnægjandi aðstæður, greina orsakir og framkvæma umbætur.
Starfsfólkið vinnur saman sem ein heild og styður við hvort annað. Við viljum öll koma heil heim og minnum hvort annað á mikilvægi þess að fylgja öryggisreglum félagsins.
Vinnustaðurinn
Terra gerir kröfu til þeirra sem sinna stjórnunar- og leiðtogahlutverki um að sýna gott fordæmi þegar kemur að heilsu-, öryggis- og vinnuverndarmálum og hvetji starfsfólk sitt til að huga vel að þessum atriðum. Ábyrgðin er skýr og starfsfólk veit og finnur að heilsa þeirra og öryggi hefur ávallt forgang.
Með upplýsingagjöf, reglulegu samtali, þjálfun og fræðslu eflir Terra heilsu-, vinnuverndar- og öryggisvitund hjá starfsfólki til að skapa það vinnuumhverfi sem félagið vill vera stolt af.
Aðbúnaður starfsfólks miðar að því að viðhalda góðri heilsu, vellíðan og að fyllsta öryggis sé gætt.
Fólkið
Einelti, kynferðisleg eða kynbundin áreitni og ofbeldi, er undir engum kringumstæðum umborin. Terra fylgir viðbragðsáætlun gegn einelti og annarri áreitni sem er aðgengileg öllu starfsfólki.
Áhætta er metin í allri starfseminni og áhættur í hverju verki eru ávallt undir stjórn. Hvert starf er áhættumetið með starfsfólki sem vinnur starfið. Ekkert verk er svo mikilvægt að hætta megi öryggi fólks eða búnaðar. Það er alltaf leitað að öruggari leið.
Öll sem starfa fyrir Terra eru ábyrg fyrir eigin heilsu og öryggi, tala fyrir auknu öryggi og hei
Ábyrgð
Stjórnendur skulu sýna gott fordæmi og bera ábyrgð á að skapa aðstæður og vinnuumhverfi til að hrinda stefnu þessari í framkvæmd. Allt starfsfólk skal kynna sér efni stefnunnar og framfylgja henni. Forstjóri ber heildarábyrgð á stefnunni og framkvæmdastjórn í heild skal tryggja eftirfylgni stefnunnar ásamt gæða-, umhverfis- og öryggisstjóra og mannauðsstjóra.
Jafnréttis- og jafnlaunastefna
Tilgangur jafnréttis- og jafnlaunastefnu Terra er að stuðla að jafnrétti og jöfn laun kynjanna í samræmi við lög um jafna stöðu og jafnan rétt kynjanna nr. 150/2020. Stefna fyrirtækisins er að allar launaákvarðanir séu byggðar á málefnalegum forsendum og tryggt sé að allt starfsfólk njóti jafnra launa og kjara fyrir sömu eða jafnverðmæt störf.
Stefnan nær til alls starfsfólks fyrirtækisins og er stjórnendum og starfsfólki gert að fylgja henni til að stuðla að auknu jafnrétti á vinnustaðnum og til að ná því markmiði að vera eftirsóttur vinnustaður fyrir alla, óháð kyni, kynferði, aldri, þjóðerni eða öðru.
Til grundvallar launaákvarðana liggja fyrir kjarasamningar, flokkun starfa og starfslýsingar. Laun taka mið af ýmsum þáttum til að mynda umfangi og eðli starfs, frammistöðu í starfi og starfsreynslu. Allar ákvarðanir stjórnenda um launabreytingar eru teknar í samráði við mannauðsstjóra.
Til að framfylgja stefnunni skuldbindur fyrirtækið sig til að skjalfesta, innleiða, viðhalda og bæta stöðugt stjórnun jafnlaunakerfis í samræmi við kröfur jafnlaunastaðals ÍST 85:2012.
Terra skuldbindur sig til að:
- Starfrækja jafnlaunakerfi sem byggir á jafnlaunastaðlinum, skjalfesta og viðhalda því í samræmi við kröfur staðalsins.
- Framkvæma launagreiningu einu sinni á ári þar sem borin eru saman jafnverðmæt störf og athugað hvort mælist munur á launum eftir kynjum.
- Kynna helstu niðurstöður fyrir starfsfólki fyrirtækisins.
- Bregðast við og vinna að umbótum ef stefnunni hefur ekki verið fylgt eftir.
- Fylgja viðeigandi lögum, reglum og öðrum kröfum sem í gildi eru á hverjum tíma.
- Kynna stefnuna fyrir starfsfólki fyrirtækisins og hafa hana aðgengilega á innri vef.
- Stefna þessi skal birt á vefsíðu fyrirtækisins.
Forstjóri fyrirtækisins ber ábyrgð á stefnunni og að jafnlaunakerfi sé framfylgt. Mannauðsstjóri Terra ber ábyrgð á innleiðingu og viðhaldi jafnlaunakerfisins í samræmi við staðalinn ÍST 85:2012.
Samþykkt af forstjóra Terra 20. mars, 2024.
Mannauðstefna
Við tryggjum að Terra umhverfisþjónustu hf. og dótturfélög búi yfir hæfu, áhugasömu og kraftmiklu starfsfólki til að leysa verkefni fyrirtækisins á hverjum tíma.
Tilgangur og umfang
Stefnan tekur til allra starfsemi Terra og er sett til þess að marka okkur skýra stefnu í mannauðsmálum og sem leiðarljós í okkar daglegum rekstri. Starfsfólk skal virða hana í öllum störfum sínum fyrir félagið. Stefnan tekur mið af sjálfbærnistefnu félagsins ásamt því að uppfylla viðeigandi kröfur í lögum, reglugerðum og reglum.
Hér má finna Mannauðsstefnu Terra
Sjálfbærnistefna
Við viljum stuðla að sjálfbærni.
https://www.terra.is/static/files/Public/sjalfbaernistefna-terra-umhverfisthjonustu.pdf
Hlutverk okkar hjá Terra umhverfisþjónustu hf. er að koma efnum sem flæða í gegn hjá okkur í réttan farveg og sem mestu aftur í hringrásina á umhverfisvænan hátt. Þannig viljum við stuðla að sjálfbærara samfélagi ásamt því að bæta umgengni við jörðina, veita starfsfólki okkar heilbrigt og öruggt starfsumhverfi og styðja við viðskiptavini okkar að ná sem mestum árangri í umhverfisvænni úrgangsstjórnun. Við viljum auk þess vera til fyrirmyndar þegar kemur að góðum stjórnarháttum og hafa þannig jákvæð áhrif á okkar hagaðila og virðiskeðju.
Skattastefna
Stefna þessi tekur til starfsemi Terra og er sett til þess að marka skýra stefnu í skattamálum á samstæðugrunni og sem leiðarljós í daglegum rekstri. Terra gerir sér grein fyrir mikilvægi þess hvernig skattgreiðslur hafa áhrif á samfélag og þróun þess á þeim svæðum þar sem samstæðan starfar. Stefnan er hluti af langtímaáætlun félagsins og tekur mið af sjálfbærnistefnu þess ásamt því að uppfylla kröfur í lögum, reglum og reglugerðum.
Hér má finna skattastefnu Terra
Siðareglur
Siðareglur þessar gilda um stjórn, stjórnendur og starfsfólk félagsins, á samstæðugrunni.
Stjórn Terra umhverfisþjónustu hf. telur mikilvægt að starfsemi og viðskipti félagsins séu stunduð af heilindum og að orðspor hagaðila sem og okkar sé í heiðri haft. Tilgangur siðareglna þessara er að veita stjórn, stjórnendum og starfsfólki Terra umhverfisþjónustu og dótturfélaga (hér eftir sameiginlega vísað til sem „félagið“ eða „við“) og annarra sem starfa eða koma fram undir merkjum félagsins almennar leiðbeiningar þegar kemur að því að gæta siðferðislegrar ábyrgðar. Þær eru hluti af þeim anda sem félagið vill að sé ríkjandi í störfum þess. Þær eru ekki tæmandi, heldur leiðbeinandi og hvetjandi.
Hér má finna siðareglur Terra
Siðareglur birgja
Siðareglur þessar gilda um birgja, þ.e. fyrirtæki eða einstaklingar sem Terra greiðir fyrir vöru,
þjónustu eða verk. Siðareglur þessar eru settar með stoð í sjálfbærnistefnu Terra með markmið í
umhverfis-, félagslegum- og stjórnarháttum, ásamt því að styðja við Heimsmarkmið Sameinuðu
þjóðanna um sjálfbæra þróun. Terra hefur þar með skuldbundið sig til þess að starfa í samræmi
við grundvallarviðmið sem snúa m.a. að umhverfismálum, mannréttindum og aðgerðum gegn
spillingu.
Hér má finna siðareglur birgja Terra