Betra samfélag ef við stuðlum öll að sjálfbærni
Innleiðing sjálfbærni í rekstri hvers félags er vegferð og útgáfa sjálfbærniskýrslu er eitt af skrefum Terra til að auka gagnsæi og upplýsa hagaðila okkar um hvernig rekstri félagsins er háttað þegar kemur að sjálfbærni.
Með sjálfbærnistefnu, markmiðum og aðgerðum til þess að ná fram lykilmælikvörðum er félagið búið að marka sér skýra stefnu í að auka jákvæð áhrif starfseminnar. Við viljum stuðla að sjálfbærni í samfélaginu og starfa í jafnvægi við umhverfið, samfélagið og starfsfólkið okkar.
Umhverfis- og nýsköpunar styrktarsjóður
Ert þú með hugmynd að verkefni sem getur haft jákvæð áhrif á umhverfið og samfélagið?