Hollráð fyrir fyrirtæki

Til að fyrirtæki nái betri árangri í úrgangsflokkun mælum við með eftirfarandi:

  • Skipa ábyrgðaraðila meðal starfsmanna
  • Regluleg fræðsla innanhús
  • Innleiða í menningu fyrirtækisins
  • Hafa upplýsingar tengdar flokkun sem hluti af nýliðakynningu
  • Öll ílát vel merkt - Fenúr merkingar
  • Setja sér markmið í flokkun; flokka meira & urða minna
  • Reglulegar úttektir og eftirfylgni
  • Nýta gögn af Mínum síðum fyrirtækisins á vef terra.is til að gera árangur sýnilegan innanhús.
  • Vanda valið í innkaupum að umbúðir séu endurvinnanlegar

 

 

 

 

 

Hollráð fyrir framleiðendur

Til að einstaklingar og fyrirtæki nái betri árangri í flokkun mælum við með eftirfarandi fyrir framleiðendur hvað varðar merkingar á umbúðum:

  • Endilega nýtið ykkur samræmdar merkingar Fenúr þegar kemur að hönnun umbúða
  • Flestar merkingar er að finna á fenur.is ef þið teljið vanta einhverja merkingar er hægt að senda þeim línu
  • Ef þið eru í vafa í hvaða flokk umbúðirnar eiga að fara hvetjum við ykkur til að hafa samband við Umhverfisstofnun
  • Saman náum við árangri