Djúpgámar
Einn af fjölmörgum kostum djúpgámanna er sá að þeir ýta undir aukna flokkun sorps í heimahúsum en þeir eru þá nokkrir á sama stað þannig að íbúar geta sett flokkað rusl í réttan gám. Þetta verður til þess að fleiri tegundir endurvinnsluefna eru flokkaðar frá almennu sorpi.
Þar að auki er mikið pláss í þessum gámum án þess þó að það sjáist mikið í þá. Stærsti hluti gámsins, sem getur verið 1,2 til fimm rúmmetrar, er neðanjarðar og einungis efsti hluti hans er sýnilegur og þar er hólf þar sem þú getur flokkað ruslið. Efsti hluti gámsins er álíka stór og hefðbundin ruslatunna og flokkunartunnur.