Nýtt aksturs- og þjónustukerfi leysir af núverandi kerfi sem nýtt eru í flotastýringu, utanumhald þess úrgangs sem safnað er og aðrar mikilvægar upplýsingar sem viðskiptavinir nýta sér í gegnum Mínar síður.
 
Mínar síður í sinni núverandi mynd verða aðgengilegar notendum áfram en eingöngu með upplýsingum um færslur og aðgerðir sem átt hafa sér stað í apríl 2024 og fyrr.

Það líður einhver tími þar til nýjar Mínar síður fara í loftið, en við höldum viðskiptavinum okkar upplýstum og komum til með að láta vita þegar allar tengingar verða tilbúnar og nýtt viðmót af Mínum síðum fer í loftið.
 
Við biðjumst velvirðingar á því raski sem þetta kann að valda en minnum á að þú getur alltaf sent okkur línu á terra@terra.is