I. Almennt

Persónuvernd þín skiptir Terra miklu máli. Stefna þessi tekur til persónuupplýsinga hvort sem þeim er safnað og þær varðveittar með rafrænum hætti, á pappír eða með öðrum sambærilegum hætti. Stefnan tekur til skráningar, vörslu og vinnslu á persónuupplýsingum. Stefnan er aðgengileg á heimasíðu Terra. Einnig er viðskiptavinum veittur kostur á að kynna sér persónuverndarstefnuna áður en þeir veita persónuupplýsingar. Ef viðskiptavinir ákveða að gefa okkur upp persónuupplýsingar eftir að hafa kynnt sér persónuverndarstefnuna okkar munum við líta svo á að viðskiptavinurinn hafi veitt samþykki sitt.

II. Persónuverndarlöggjöf

Um meðferð persónuupplýsinga gilda lög um persónuvernd og meðferð persónuupplýsinga eins og þau eru á hverjum tíma. Lögin taka m.a. á vinnslu, vörslu og miðlun persónuupplýsinga.

III. Ábyrgð

Terra ber ábyrgð á skráningu persónuupplýsinga og meðferð þeirra upplýsinga í starfsemi sinni. Terra, með aðsetur í Berghellu 1, 221 Hafnarfirði, er löglegur stjórnandi persónuupplýsinganna sem þú veitir fyrirtækinu. Hægt er að hafa samband við Terra með því að senda skriflega fyrirspurn á Hafa samband

IV. Söfnun og notkun persónuupplýsinga

Terra safnar persónuupplýsingum svo hægt er að veita þá þjónustu sem boðið er upp á. Þær upplýsingar eru:

Starfsumsóknir

Terra notar þjónustu ráðningarþjónustu Alfreðs, alfred.is. Þar er beðið um nafn, kennitölu, heimilisfang, póstnúmer, símanúmer, fyrri störf og tölvupóstfang sem og starfsferilsskrá. 

Einnig er hægt er að sækja um starf á okkar heimasíðu.  Þar er beðið um nafn, kennitölu, heimilisfang, póstnúmer, símanúmer, fyrri störf og tölvupóstafang. Einnig er boðið upp á að hengja starfsferilsskrá við atvinnuumsóknina.

Eftirlitskerfi í bílum og/eða skráningarspjaldtölvum bílstjóra

Bílar Terra geta verið búnir staðsetningarbúnaði og skráningaspjaldtölvur bílstjóra geta gefið frá sér staðsetningarmerki. Þessar upplýsingar eru notaðar til að auðvelda stýringu bílflota og lágmarka akstur. Einnig eru þetta öryggistæki.

Pöntun á vöru eða þjónustu:

Til að hægt sé að veita umbeðna vöru eða þjónustu þarf að gefa upp: nafn, netfang, símanúmer, kennitölu, heimilisfang, staðsetningu, tegund úrgangs og kreditkortanúmer.

Mínar síður

Á mínum síðum má sjá útgefna reikninga, hreyfingayfirlit, magntölur og tímasetningar losana og samanburð á magni eftir tímabilum. Til að komast inn á Mínar síður þarf að sækja um notendanafn og aðgangsorði í tölvupósti á terra@terra.is eða í síma 535 2500.

Myndbandsupptökur

Terra er með eftirlitsmyndavélar á starfstöðvum sínum. Þær eru notaðar til að vakta starfstöðvarnar til að gæta öryggis og eigna.

Fyrirspurnir, kvartanir og ábendingar

Hægt er að hafa samband við Terra í síma, í gegnum heimasíðu og facebook síðu með fyrirspurnir, kvartanir og ábendingar. Þegar það er gert þá safnar Terra grunnupplýsingum um fyrirspyrjandann til að geta fylgt erindi hans eftir, eftir þörfum hverju sinni. Fyrirspyrjendum er alltaf bent á að kynna sér efni persónuverndarstefnu Terra.

Vefsvæði Terra

Þú getur skoðað og notað vefsvæði Terra án þess að gefa upp nokkrar persónulegar upplýsingar, þar með talið netfangið þitt. Terra safnar ekki upplýsingum sem vafri þinn sendir frá sér þegar þú nýtir þér þjónustu fyrirtækisins, þ.e. gögn sem geta falið í sér upplýsingar eins og IP-tölu þína, tegund vafra, útgáfu vafra, síður þjónustunnar sem þú heimsækir, tíma og dagsetningu heimsóknar þinnar, þann tíma sem þú varðir á þessum síðum og önnur talnagögn.

V. Miðlun

Rík áhersla er lögð á að varsla persónuupplýsinga sé ávallt með ábyrgum hætti. Persónuupplýsingar verða ekki aðgengilegar öðrum aðilum en starfsfólki Terra.

Terra selur, leigir eða deilir aldrei persónuupplýsingum um þig. Við miðlum ekki persónuupplýsingum til þriðja aðila án þess að samþykki þitt fyrir miðluninni liggi fyrir. Þér er frjálst að hafna slíkri miðlun nema þar sem okkur er það skylt samkvæmt lögum eða í þeim tilvikum þar sem það telst nauðsynlegt til að hafa uppi eða verjast réttarkröfu. Þó er athygli þín vakin á því að allt efni sem þú birtir eða deilir á samfélagsmiðlasíðum okkar eru opinberar upplýsingar.

VI. Þriðju aðilar

Þjónusta Terra og efni á heimasíðu  getur haft að geyma tengla á aðrar síður sem Terra stjórnar ekki. Smellir þú á tengil frá þriðja aðila, verður þér beint á síðu þess þriðja aðila. Terra mælir eindregið með því að þú skoðir persónuverndarstefnu hverrar síðu sem þú heimsækir.

Persónuverndarstefna Terra nær ekki til upplýsinga eða vinnslu þriðju aðila en við höfum enga stjórn á né berum ábyrgð á notkun, birtingu eða annarri vinnslu þeirra á persónuupplýsingum. Terra hvetur þig því eindregið til að kynna þér persónuverndarstefnu þeirra aðila sem þú heimsækir, þ.á.m. vefhýsingaraðilum þeirra síðna sem geta vísað á okkar, t.d. hugbúnaðarfyrirtækja á borð við Facebook, Apple, Google og Microsoft ásamt þeirri greiðsluþjónustu sem þú kýst að nota. 

VII. Verndun

Terra leggur mikla áherslu á að vernda allar persónuupplýsingar. Terra mun tilkynna þér án ótilhlýðilegrar tafar ef það kemur upp öryggisbrot er varðar persónuupplýsingarnar þínar og hefur í för með sér mikla áhættu fyrir þig. Með öryggisbroti er átt við brot á öryggi sem leiðir til óviljandi eða ólögmætrar eyðingar persónuupplýsinga eða að þær glatist, breytist, verði birtar eða aðgangur veittur að þeim í leyfisleysi

Athygli þín er þó vakin á því að þú berð ábyrgð á persónuupplýsingum, t.d. nafni, kennitölu og mynd, sem þú kýst að deila eða senda á almennum vettvangi t.d. í gegnum Facebook síðu Terra. Terra vill einnig taka fram að gagnaflutningar á internetinu er aldrei fullkomlega öruggir. Þér er því bent á að láta okkur umsvifalaust vita ef þú telur hættu á að tilteknar upplýsingar sem þú hefur gefið okkur séu í hættu.

VIII. Varðveisla

Terra reynir eftir fremsta magni að halda persónuupplýsingum um þig nákvæmum og áreiðanlegum og uppfærir þær eftir þörfum. Persónugreinanlegar  upplýsingar sem okkur er afhentar eru varðveittar í þann tíma sem er nauðsynlegur til að uppfylla markmið persónuverndarstefnu Terra nema lög krefjist eða leyfi lengri varðveislutíma. Við munum fara yfir allar persónuupplýsingar um þig einu sinni á ári og endurskoða hvort okkur sé heimilt að varðveita þær áfram. Ef við ákveðum að okkur sé ekki heimilt að varðveita þær áfram, munum við hætta allri vinnslu með persónuupplýsingarnar frá þeim tíma. Ef möguleiki er á að það kunni að vera þörf fyrir persónuupplýsingarnar síðar til að uppfylla lagaskyldur, t.d. gagnvart stjórnvöldum, eða til að höfða eða verjast réttarkröfu, munum við taka afrit af hlutaðeigandi persónuupplýsingum og varðveita þær á öruggu formi eins lengi og nauðsyn ber til.

IX. Réttindi þín

Terra sendir ekki markpóst, tölvupóst eða sms skilaboð nema þú hafi áður veitt samþykki fyrir því. Þú átt rétt á að afturkalla samþykki þitt til þessarar vinnslu með því að senda okkur tölvupóst á terra@terra.is

X. Breytingar á persónuverndarstefnu Terra

Persónuverndarstefnan er endurskoðuð reglulega og kann því að taka breytingum. Terra munu tilkynna um allar breytingar með því að birta nýja persónuverndarstefnu á heimasíðu sinni. Þér er því ráðlagt að kynna þér persónuverndarstefnuna reglulega en breytingar á stefnunni öðlast gildi við birtingu á heimasíðu Terra. Þegar efnislegar breytingar eru gerðar sem kunna að hafa þó nokkur áhrif á réttindi þín munum við tilkynna sérstaklega um þær. Við tökum öllum athugasemdum um persónuverndarstefnuna fagnandi og hvetjum þig til að senda okkur fyrirspurn.