Hættur sem fylgja því að yfirfylla úrgangsílát!

Það þarf að hafa í huga þegar verið er að losa úrgang í þartilgerð ílát að ekki sé verið að yfirfylla þau.  Ef ílát eru yfirfull getur það gert starfsmönnum Terra erfitt fyrir að flytja þau á öruggan hátt. Við viljum forðast það að úrgangur falli út þegar ílát eru flutt, þar sem slíkt skapar bæði hættu á slysum og umhverfismengun.

Opnir gámar:

Viðmið fyrir opna gáma er að úrgangur megi ekki ná upp fyrir brúnina á ílátinu, óháð því hvers konar úrgangur um ræðir.

Bílstjórar Terra geta tekið þá ákvörðun að fjarlægja ekki opinn krókgám sé hann yfirhlaðinn, m.ö.o. hlaðið yfir brún, vegna líkum á óhappi/slysum. 

Lokaðir gámar:

Ef ekki er hægt að loka gáminum er hann of fullur. Loka þarf gámnum fyrir örugga flutninga og auðvelda losun.

Grenndargámar:

Ef úrgangur kemst ekki í grenndargám verður viðkomandi að taka hann með sér heim og koma aftur þegar gámurinn hefur verið tæmdur eða fara með hann á næstu endurvinnslustöð. Það er óheimilt að skilja úrgang eftir við hliðina á grenndargámnum, þar sem það truflar akstursplan bílstjóra. Þeir þurfa þá að stíga út úr bílnum og tína saman það sem liggur við hliðina á, auk þess sem er oft erfitt að koma úrgangi í bílinn vegna hæðar á opi hans.

Þess ber einnig að geta að úrgangur eins og þvottavélar eiga ekki heima á grenndarstöðvum og skal því fara með slíkan úrgang á næstu endurvinnslustöð.

Ráðgjöf fyrir fyrirtæki:

Ef fyrirtæki lenda ítrekað í því að ílát séu að fyllast er mögulega kominn tími til að endurskoða losunartíðni eða stærð ílátsins. Fyrirtæki eru hvött til að hafa samband við okkur fyrir ráðleggingar um hentugar lausnir.

Með því að fylgja þessum leiðbeiningum stuðlum við að auknu öryggi og verndum umhverfið.