- Þjónusta
- Vörur
- Vinnustaðurinn
- Um okkur
- Vottanir
Alþjóðlegur dagur raf- og rafeindatækjaúrgangs, oft nefndur Alþjóðlegi rafrusldagurinn (International E-Waste Day – IEWD), er haldinn þann 14. október ár hvert til að takast á við þetta vaxandi vandamál á heimsvísu.
Dagurinn er haldinn að frumkvæði WEEE Forum og meðlima þess, með það að markmiði að vekja athygli á mikilvægi ábyrgra aðferða við meðhöndlun raftækjaúrgangs og á þeim lausnum sem eru til staðar fyrir íbúa ólíkra svæða og samfélaga.
Samkvæmt nýjustu tölum frá Sameinuðu þjóðunum (Global E-Waste Monitor) urðu til 62 milljón tonn af raf- og rafeindatækjaúrgangi (e. Waste from Electrical and Electronic Equipment – WEEE) á heimsvísu árið 2022. Það jafngildir því að 1,55 milljón vörubílar, fullir af rafrænum úrgangi, yrðu stilltir upp við miðbaug jarðar og næðu hringinn í kringum hann. Talið er að magn rafræns úrgangs muni aukast í 82 milljón tonn árið 2030. Opinberar tölur sýna að magn raftækjaúrgangs vex fimmfalt hraðar en endurvinnsluhlutfallið.
Í ár er slagorð vitundarvakningarinnar: „Leitum að rafrusli – finnum, endurvinnum og gefum verðmætum nýtt líf!“ Að þessu sinni er áhersla lögð á biluð, ónýt eða ónotuð raftæki sem fólk geymir oft á heimilum sínum, oft án þess að átta sig á að þessi tæki innihalda verðmæti sem hægt er að endurnýta. Raftæki ná yfir alla hluti sem eru með kló, snúru eða rafhlöðu, en þau sem oftast gleymast eru lítil rafeindatæki eins og gamlir farsímar, snúrur, USB-lyklar, kortalesarar, rafrettur, leikjatölvur og smáheyrnartól.
Markmið ársins er að hvetja fólk til að fara í gegnum heimili sín, finna ónotuð eða biluð raftæki og koma þeim á næstu móttökustöð fyrir slíkan úrgang. Með þessu geta allir lagt sitt af mörkum til að draga úr mengun, vernda náttúruauðlindir, spara orku og minnka losun koltvísýrings.
Á vef Úrvinnslusjóðs má finna hvað þú getur gert sem einstaklingur eða sem fulltrúi fyrirtækisins?
Skrá þig til leiks: Öllum fyrirtækjum og stofnunum sem vilja vera með er boðið að skrá sig hér og gerast opinberir þátttakendur. Með því öðlast þau sýnileika á vefsíðu Alþjóðlega rafrusldagsins.
Sjá má frekari upplýsingar um Alþjóðlega rafúrgangsdaginn 2025 á vef Úrvinnslusjóðs
Móttökustöðin Berghellu 1 er opin
mán - fös: 8:00-17:00
Efnaeyðing er opin alla virka daga: 8:00-16:00
Vörulager er opin alla virka daga: 8:00-16:00
Móttökustöðin Hlíðarvöllum Akureyri er opin
mán-fös: 8:00-17:00
Þjónustuver er opið alla virka daga: 9:00-15:00
Netspjallið er opið alla virka daga: 9:00-16:00