- Þjónusta
- Vörur
- Vinnustaðurinn
- Um okkur
- Vottanir
Fyrirtæki ná árangri í flokkun úrgangs með því að innleiða skilvirk kerfi, fræðslu innanhús og hafa rétta hvata.
Hér eru lykilþættir sem stuðla að góðri úrgangsflokkun:
1. Stefnumótun og markmiðasetning
✔ Skilgreina skýr markmið um úrgangsminnkun og endurvinnslu.
✔ Setja upp mælanleg markmið, t.d. að draga úr blönduðum úrgangi um X% innan tiltekins tíma.
✔ Samræma úrgangsflokkun við nýja löggjöf og sjálfbærnistefnu fyrirtækisins.
2. Fræðsla og vitundarvakning
✔ Fræða allt starfsfólk um mikilvægi flokkunar og hvernig á að flokka rétt.
✔ Skipuleggja reglulega fræðslufundi.
✔ Setja upp skýrar leiðbeiningar og merkingar á ílátin, sem dæmi Fenúr merkingar.
3. Rétt aðstaða og merkingar
✔ Hafa nægilega mörg flokkunarílát á aðgengilegum stöðum.
✔ Nota skýr og sjónræn merki - Fenúr merkingar (litakóðun, myndir, mögulega ólík tungumál sem starfsfólk skilur).
4. Samstarf við rétta úrgangsþjónustu
✔ Velja þjónustuaðila sem tryggir rétta meðhöndlun og endurvinnslu – Hvað verður um úrganginn hjá móttökuaðilanum!
✔ Fylgjast með og sannreyna hvert úrgangurinn fer – Mínar síður Terra
✔ Leita leiða til að auka nýtingu með samvinnu við önnur fyrirtæki eða stofnanir.
5. Tæknilausnir og skráning gagna
✔ Nota mælingar og gagnagreiningu til að fylgjast með úrgangsflæði.
✔ Innleiða sjálfvirk kerfi til að auðvelda flokkun og skráningu.
✔ Nota hugbúnað til að greina þróun og tækifæri til úrbóta – Þjónustuvefur Terra
6. Hvatakerfi og umbunarkerfi
✔ Hvetja starfsfólk til að flokka rétt með umbunum eða leikjavæðingu.
✔ Veita viðurkenningar fyrir bestu deildirnar eða hópana.
✔ Búa til skýrslur og deila sigrum með starfsfólki til að auka þátttöku.
7. Minni sóun og betri innkaup
✔ Velja umhverfisvænni vörur og umbúðir sem auðvelt er að endurvinna.
✔ Draga úr notkun einnota hluta og finna endurnýtanlegar lausnir.
✔ Hvetja birgja til að bjóða umhverfisvænna hráefni.
Móttökustöðin Berghellu 1 er opin
mán - fös: 8:00-17:00
Efnaeyðing er opin alla virka daga: 8:00-16:00
Vörulager er opin alla virka daga: 8:00-16:00
Móttökustöðin Hlíðarvöllum Akureyri er opin
mán-fös: 8:00-17:00
Þjónustuver er opið alla virka daga: 9:00-15:00
Netspjallið er opið alla virka daga: 9:00-16:00