Í upphafi nýs árs er algengt að setja markmið en eitt af þeim getur verið að bæta flokkun á vinnustaðnum. Hér koma nokkur góð ráð sem fyrirtæki geta nýtt sér:
 
  • Bjóða upp á ílát til flokkunar innanhúss á helstu endurvinnsluefnunum: lífrænum úrgangi, plasti, málmum, pappír, pappa og bylgjupappa. Þannig verður til sem minnst af almennum úrgangi.
  • Passa að flokkunarílátin séu vel merkt og á miðlægum stað sem sýnir að verið sé að flokka sem og á tungumálum allra þeirra sem starfa á vinnustaðnum.
  • Passa að ílát utandyra sem Terra losar séu í samræmi við flokkun innandyra og séu einnig vel merkt og á öruggum stað ásamt því að vera viss um að allir aðilar sem koma að þeim viti í hvaða ílát viðeigandi flokkar fara.
  • Vera með sérstök ílát undir spilliefni, raftæki og trúnaðargögn sem falla til á vinnustaðnum. Sem dæmi má nefna rafhlöður, smáraftæki, olíur, ljósperur, sóttmengaðan úrgang og fleira.
  • Halda regluleg fræðsluerindi, stuðla að samfélagslegri ábyrgð og fara yfir árangurinn með því að deila með starfsmönnum tölum með myndrænum hætti og setja markmið.