- Þjónusta
- Vörur
- Vinnustaðurinn
- Um okkur
- Vottanir
Flokkum og endurvinnum raftæki stór og smá!
Flokkun og endurvinnsla smárra raftækja er ekki síður mikilvæg og þeirra stóru. Að flokka smá raftæki hefur aldrei verið mikilvægari í baráttunni gegn sóun og umhverfisspjöllum. Margir eru þó ekki meðvitaðir um hvernig best sé að flokka og skila raftækjum sem eru lítil að stærð, svo sem rafrettur, ljósa seríur, snjallsímum, fjarstýringum og hleðslutækjum.
Af hverju er flokkun smárra raftækja mikilvæg?
Smá raftæki innihalda ýmis efni sem geta verið skaðleg umhverfinu, eins og þungmálma og önnur eiturefni. Jafnframt eru í þeim dýrmæt hráefni, eins og kopar, gull og silfur, sem hægt er að endurvinna og nýta aftur í ný tæki. Með því að skila raftækjum til endurvinnslu er hægt að draga úr þörf fyrir námugröft og draga úr mengun sem fylgir óvandaðri förgun.
Ekki er síður mikilvægt að nefna að með því að setja smá raftæki með blönduðum úrgangi getur skapast eldhætta.
Hvað telst til smárra raftækja?
Smá raftæki eru almennt skilgreind sem þau sem eru minni en 25 cm að stærð. Þetta eru meðal annars:
Hvar getur þú skilað raftækjum?
Á Íslandi eru fjölmargar leiðir til að losa sig við smá raftæki á réttan hátt:
Hvað á ekki að gera?
Smá raftæki eru hluti af daglegu lífi okkar, en þegar þau hafa lokið hlutverki sínu, ber okkur að sjá til þess að þau séu meðhöndluð á öruggan og umhverfisvænan hátt. Með því að flokka rétt getum við öll lagt okkar af mörkum til sjálfbærari framtíðar með því að koma úrgangi aftur út í hringrásarhagkerfið.
Endurvinnum saman fyrir hreinna og grænna samfélag!
Skiljum ekkert eftir!
Móttökustöðin Berghellu 1 er opin
mán - fös: 8:00-17:00
Efnaeyðing er opin alla virka daga: 8:00-16:00
Vörulager er opin alla virka daga: 8:00-16:00
Móttökustöðin Hlíðarvöllum Akureyri er opin
mán-fös: 8:00-17:00
Þjónustuver er opið alla virka daga: 9:00-15:00
Netspjallið er opið alla virka daga: 9:00-16:00