- Þjónusta
- Vörur
- Vinnustaðurinn
- Um okkur
- Vottanir
Nýjar grenndarstöðvar á Suðurnesjum eru merktar samkvæmt nýjum samræmdum reglum um merkingar varðandi flokkun og endurvinnslu. Lengi hefur verið kvartað yfir því að ósamræmi sé milli landshluta á merkingum og litum þegar kemur að flokkun og endurvinnslu. Þetta er það sem koma skal.
Kalka ásamt Terra hefur þessa dagana unnið að uppsetningu á grenndarstöðvum fyrir endurvinnanlegan efni á Suðurnesjum. Fjórir gámar eru í hverri stöð, fyrir pappír og pappa, plast, málma og gler. Kalka hefur svo átt í viðræðum við Rauða krossinn um uppsetningu á fatagámum á a.m.k. sumum grenndarstöðvanna. Vonir standa til að þeir bætist við fljótlega. Þessar stöðvar eru fyrst og fremst hugsaðar fyrir endurvinnsluefni frá heimilum. Í málmgáma eiga t.d. ekki að fara stórir og þungir málmhlutir heldur málmar sem falla til á heimili, niðursuðudósir, dósalok og þvíumlíkt. Í glergámana má setja glerkrukkur og glerflöskur án skilagjalds en stærri glerhluti þarf áfram að koma með á móttökuplönin í Helguvík, Grindavík og Vogum.
Með grenndarstöðvunum er stigið skref til að auðvelda íbúum Suðurnesja að skila endurvinnsluefnum. Þá er einnig horft til nýrrar stefnu stjórnvalda í úrgangsmálum og áherslu á að draga stórlega úr urðun úrgangs. Framundan eru miklar breytingar á sorphirðu á landinu öllu og búast má við að flokkum úrgangs í söfnun frá heimilum muni fjölga. Það er þó ljóst að markmiðum um hækkað endurvinnsluhlutfall úrgangs verði ekki náð með fjölgun íláta við húsvegg eingöngu. Grenndarstöðvarnar eru liður í að þétta netið og auðvelda íbúum að ráðstafa sínum úrgangi á ábyrgan hátt.
Móttökustöðin Berghellu 1 er opin
mán - fös: 8:00-17:00
Efnaeyðing er opin alla virka daga: 8:00-16:00
Vörulager er opin alla virka daga: 8:00-16:00
Móttökustöðin Hlíðarvöllum Akureyri er opin
mán-fös: 8:00-17:00
Þjónustuver er opið alla virka daga: 9:00-15:00
Netspjallið er opið alla virka daga: 9:00-16:00