- Þjónusta
- Vörur
- Vinnustaðurinn
- Um okkur
- Vottanir
Fyrr í mánuðinum fengum við hressa krakka í heimsókn sem stunda nám í Setbergsskóla.
Þau voru að vinna að verkefni sem snýr að hæfniviðmiði sem er að nemandi getur dregið ályktanir af tilgangi flokkunar úrgangs. Þá er nú gott að koma í heimsókn til Terra þar sem þar er að finna hafsjó fróðleiks um söfnun og flokkun úrgangs.
Haldin var létt kynning fyrir þau um hina ýmsu úrgangsflokka og mikilvægi þess að flokka rétt. Við viljum svo sannarlega fá hreina strauma inn til okkar svo þau skili sér aftur út í hringrásarhagkerfið.
Þau voru mjög fróðleiksfús, hvort sem um var að ræða flokkunina, vélarnar og svo stóru vinnuvélarnar sem keyra um svæðið.
Við hlökkum til að fá fleiri krakka í heimsókn
Móttökustöðin Berghellu 1 er opin
mán - fös: 8:00-17:00
Efnaeyðing er opin alla virka daga: 8:00-16:00
Vörulager er opin alla virka daga: 8:00-16:00
Móttökustöðin Hlíðarvöllum Akureyri er opin
mán-fös: 8:00-17:00
Þjónustuver er opið alla virka daga: 9:00-15:00
Netspjallið er opið alla virka daga: 9:00-16:00