- Þjónusta
- Vörur
- Vinnustaðurinn
- Um okkur
- Vottanir
Efnamóttakan hf. hefur meðal annars það hlutverk að safna og taka á móti raftækjaúrgangi og koma honum í réttan farveg. Undir raftækjaúrgang flokkast mikið af tækjum og tólum sem finna má víða á heimilum um allt landið. Þegar kemur að því að losa sig við ónothæf raftæki þá er venjan að fara með þau á gámasvæði í hverju sveitarfélagi enda enginn leið að koma þeim fyrir í tunnum fyrir utan heimilin. Öðru máli gegnir hins vegar með smáraftækin, sem einnig leynast víða og eiga það til að blandast saman með almennu rusli. Mest hætta er á að þessi raftæki „lendi“ með almennu rusli vegna smæðar sinnar og vegna þess að ekki hafa allir hugann við eða hugmynd um hvað er rétt í þessum efnum.
Með smáraftækjum er helst átt við lítil raftæki sem knúin eru rafhlöðu og eru kannski ekki stærri en svo að falla vel í lófa manns. Í þennan flokk getum við fellt:
Með því að setja þessi raftæki og önnur hliðstæð í almennt rusl er ekki einasta verið að koma í veg fyrir eðlilega og sjálfsagða endurvinnslu á þessum hluta raftækja heldur er í mörgum tilvikum verið að henda rafhlöðunni sem tækið geymir sömu leið með tilheyrandi mengun fyrir bæði jarðveg og haf. Það er líka líklegt að sum tæki á þessum lista liggi í skúffum og skápum landsmanna, engum til gagns, sérstaklega farsímar.
Til margra ára höfum við hjá Efnamóttökunni haft á boðstólum sérstakar öskjur eða -kassa fyrir heimilin til söfnunar á rafhlöðum. Undanfarin ár höfum við sérstaklega bent fólki á og hvatt það til að setja einnig í þessa kassa smáraftækin með rafhlöðunni í. Einnig er kassinn þannig merktur eins og sjá má á meðfylgjandi mynd. Sama á við um „Rafhlöðutunnuna“ sem hugsuð er meira fyrir fyrirtæki þar sem mikið fellur til af rafhlöðum og fyrir sérstaka söfnunarstaði.
Þannig er tekið á móti innihaldi rafhlöðukassanna (sem eru margnota!) í þessar tunnur á mörgum stöðum á höfuðborgarsvæðinu eins og eins og bensínstöðvum N1 og Skeljungs, 10-11, Hagkaupum, Elko, BYKO, Húsasmiðjunni og Bauhaus auk þess sem hægt er að skila því á endurvinnslustöðvum Sorpu og á söfnunarstöðum sveitarfélaga um land allt.
Þegar við móttökum síðan kassana og tunnurnar flokkum við í sundum tæki og rafhlöður og komum hvorutveggju í tilhlýðilega meðhöndlun og endurvinnslu. Rafhlöðurnar fara til Frakklands þar sem þær eru flokkaðar eftir efni í kolarafhlöður, nikkel-kadmium, liþíum, nikkel-metal hydride og kvikasilfur. Síðan fer hver flokkur í tætingu, hreinsun og bræðslu eftir efni sínu þar sem málmahluti rafhlöðunnar er endurheimtur og síðan komið aftur inn í hringrásina.
Um smáu raftækin gildir það sama. Þau enda um þessar mundir hjá endurvinnsluaðila í Svíþjóð. Þar eru aðgreindir og endurheimtir málmar eftir tegundum sem og plast og hver straumur fer síðan inn í framleiðsluhringrásina aftur.
Jón H. Steingrímsson framkvæmdastjóri Efnamóttökunnar hf. skrifaði greinina en meginefni hennar birtist þann 13. október 2018 i tilefni af átaksdegi um endurvinnslu raftækja.
Móttökustöðin Berghellu 1 er opin
mán - fös: 8:00-17:00
Efnaeyðing er opin alla virka daga: 8:00-16:00
Vörulager er opin alla virka daga: 8:00-16:00
Móttökustöðin Hlíðarvöllum Akureyri er opin
mán-fös: 8:00-17:00
Þjónustuver er opið alla virka daga: 9:00-15:00
Netspjallið er opið alla virka daga: 9:00-16:00