- Þjónusta
- Vörur
- Vinnustaðurinn
- Um okkur
- Vottanir
Hvernig endurnýtum við jólatré sem búið er að þjóna sýnum tilgangi sem stofustáss og gleðigjafi yfir hátíðirnar?
Hér eru tillögur sem fengnar voru af mbl.is hvernig við getum endurnýtt jólatréð
Notaðu greinarnar í garðinn
Ef garðurinn er ekki á kafi í snjó er tilvalið að klippa trjágreinarnar af við stofninn og nota til að hylja garðplönturnar okkar.
Nýttu næringuna úr nálunum
Fjarlægðu nálarnar af greinunum og notaðu til að bæta jarðveginn í garðinum – garðurinn mun elska það.
Greinar sem eldiviður
Notaðu greinarnar sem eldivið þar sem jólatré brennur ekki síður vel en annar viður og því tilvalið að henda inn í arininn og ylja sér í leiðinni.
Gættu þess bara að grenið sé þurrt – en greni þornar mjög fljótt og því tilvalinn eldiviður.
Gleðjum smáfuglana
Það er nógu erfitt fyrir litlu fuglana að finna sér eitthvað að bíta í þessa dagana. Klipptu niður greinar og hengdu upp utandyra ásamt frækúlum. Bæði þú og fuglarnir munuð njóta og hafa gaman af.
Móttökustöðin Berghellu 1 er opin
mán - fös: 8:00-17:00
Efnaeyðing er opin alla virka daga: 8:00-16:00
Vörulager er opin alla virka daga: 8:00-16:00
Móttökustöðin Hlíðarvöllum Akureyri er opin
mán-fös: 8:00-17:00
Þjónustuver er opið alla virka daga: 9:00-15:00
Netspjallið er opið alla virka daga: 9:00-16:00