- Þjónusta
- Vörur
- Vinnustaðurinn
- Um okkur
- Vottanir
Terra og Rauði krossinn kynna með stolti samstarf um að safna líni og textíl frá fyrirtækjum til endurvinnslu. Þetta eru rúmföt, handklæði og ýmis konar vefnaðarvörur sem hafa oft og tíðum verið utan gátta á Íslandi þegar kemur að flokkun og endurvinnslu. Þetta eru dýrmæt endurvinnsluefni sem eiga sér verðugt framhaldslíf og Terra mun sjá um söfnunina.
Við hjá Terra erum stolt af því að taka þátt í þessu brýna og mikilvæga hringrásarverkefni með Rauða krossinum og hvetjum öll fyrirtæki sem vinna mikið með lín og vefnaðarvörur að leggja þessu verkefni lið.
Vertu með okkur í liði – lín á réttan stað
Línsöfnun Rauða krossins og Terra er frábær leið til að stuðla að bættri endurvinnslu og umhverfisvernd. Með því að vera með okkur í liði og koma öllu líni á réttan stað og styrkir þú neyðaraðstoð Rauða krossi bæði hérlendis og erlendis.
Móttökustöðin Berghellu 1 er opin
mán - fös: 8:00-17:00
Efnaeyðing er opin alla virka daga: 8:00-16:00
Vörulager er opin alla virka daga: 8:00-16:00
Móttökustöðin Hlíðarvöllum Akureyri er opin
mán-fös: 8:00-17:00
Þjónustuver er opið alla virka daga: 9:00-15:00
Netspjallið er opið alla virka daga: 9:00-16:00