Matarleifar eru auðlind

Frábær árangur hefur náðst við flokkun matarleifa eftir að nýtt flokkunarkerfi var innleitt hér á Suðvesturhorninu með tilkomu nýrra laga varðandi úrgangsflokkun.

Til að sem bestur árangur náist er mikilvægt að flokka matarleifar vel og vandlega.

Sorpa hefur tekið við þessum matarleifum, úr þeim er framleitt metangas og molta í Gaju, gas- og jarðgerðarstöð Sorpu. Þess má geta að með þessum árangri hefur verið lyft grettistaki í að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda.

Hjá Gaju er gert ráð fyrir að tekið verði á móti 24.000 tonnum af matarleifum, sem kemur í veg fyrir losun á 20.000 tonnum af koltvísýringisígildi. Það jafngildi því að taka 10.000 fólksbíla sem ganga fyrir jarðefniseldsneyti af götunum. Það er ekki það eina sem ávinnst af þessari söfnun, heldur er hliðarávinningurinn af þessari vinnslu, heilmikil molta og metan.

Þessi frábæri árangur ætti að vera hvatning fyrir fyrirtæki til að gera enn betur þegar kemur að því að flokka matarleifar. Með því að fyrirtæki þitt flokki matarleifar er það að sýna samfélagslega ábyrgð.

Við hjá Terra bjóðum upp á þá þjónusta að leigja þér ílát undir matarleifarnar hvort sem um er að ræða innan- eða utanhús sem við getum svo losað með reglubundinni þjónustu. Við sjáum svo um að skila matarleifunum á réttan hátt til Gaju, sem er eini farvegurinn fyrir matarleifar á Suðvesturhorninu sem samræmist hringrásarlögunum.

Þess má má geta að Sorpa býður upp á staðfestingu fyrir grænt bókhald þess fyrirtækis sem skilar matarleifum til Gaju.

Líkt og fram hefur komið þá sparast losun á gróðurhúsaloftegundum sem nemur um 800 kílóum fyrir hvert tonn af matarleifum.

Hjá okkur má finna þær vörur sem við erum með sem ættu að auðvelda þínu fyrirtæki að flokka matarleifar.

Ekki hika við að hafa samband við okkur hjá Terra og við leiðbeinum þér til að þitt fyrirtæki nái farsælum árangri í flokkun úrgangs.