- Þjónusta
- Vörur
- Vinnustaðurinn
- Um okkur
- Vottanir
Mikilvægi þess að flokka rétt!
Það skiptir miklu máli að úrgangur sé rétt flokkaður, sérstaklega þegar kemur að blönduðum úrgangi. Það er mikilvægt að vita hvað telst til blandaðs úrgangs og hvað ekki, til að forðast alvarlegar afleiðingar.
Lágmarksflokkun:
Heimilum og fyrirtækjum ber að flokka 7 flokka. Þrátt fyrir þessa flokka er þó mikilvægt að hafa í huga að ákveðin tegund úrgangs má alls ekki flokka sem blandaðan úrgang.
Úrgangur sem má ekki fara í blandaðan úrgang er sem dæmi:
Ferli blandaðs úrgangs:
Nýlega hafa komið upp alvarleg atvik vegna rangrar flokkunar. Til dæmis hafa fyrirtæki og einstaklingar sett einnota gaskúta í blandaðan úrgang, sem leiddi til sprengingar í einu af flokkunarhúsum Terra, með eldsvoða í kjölfarið. Þetta skapar mikla hættu fyrir starfsfólkið sem vinnur við slíkar aðstæður.
Einnig hefur kviknað í úrgangi þegar rafrettur eða önnur smá raftæki eru sett í blandaðan úrgang. Slíkt gerist þegar það verður ákveðin efnasamsetning, sem undirstrikar mikilvægi þess að fylgja réttri flokkun.
Rétt flokkun úrgangs er ekki bara spurning um þægindi – hún getur verið lífsnauðsynleg fyrir öryggi starfsfólks og til að vernda umhverfið.
Móttökustöðin Berghellu 1 er opin
mán - fös: 8:00-17:00
Efnaeyðing er opin alla virka daga: 8:00-16:00
Vörulager er opin alla virka daga: 8:00-16:00
Móttökustöðin Hlíðarvöllum Akureyri er opin
mán-fös: 8:00-17:00
Þjónustuver er opið alla virka daga: 9:00-15:00
Netspjallið er opið alla virka daga: 9:00-16:00