Þriðjungur þeirra matvæla sem eru framleidd er sóað, þetta á við heimsvísu.

Ef við leggjum okkur fram við að draga úr matarsóun getum við verndað umhverfið, nýtt auðlindir betur svo ekki sé talað um sparað fé.

Á vef Saman gegn sóun má finna nokkur hollráð varðandi hvað við getum gert til að draga úr matarsóun, þar sem ástæður þeirra erum margþættar.

  1. Skipuleggja innkaupin, það gerum við m.a. með því að gera mataráætlun, innkaupa lista út frá þeirra áætlun og vera búin að kíkja í ísskápinn og skápa til að sjá hvað vantar í raun og veru.
  2. Þegar farið er í búðina, ekki horfa á magn heldur skoða frekar minni pakkningar til að matur fari síður til spillis.
  3. Hafa rúmt í ísskápnum til að hafa betri yfirsýn hvað er til og þá kælir hann einnig vörur betur og minni líkur á að matur skemmist.
  4. Treysta á skynfærin, notaðu nefið til að koma í veg fyrir að henda mat sem er 100% í lagi.
  5. Setja afganga strax í kælir eða jafnvel frystir ef þú sérð ekki fram á að borða þetta strax.
  6. Elda rétt magn, minnka uppskriftir m.t.t. fjölda þeirra sem eru í mat.
  7. Nota minni matardiska, fá sér frekar aftur á diskinn.
  8. Nýta matarafganga, þá sparar þú bæði tíma og pening.
  9. Þar sem það er óhjákvæmilegt að það sé enginn matarsóun þar sem það fellur ýmislegt til þegar verið er að undirbúa matseldina, hýði og annað sem við hvetjum ykkur til að flokka með matarleifum til að það verði að moltu eða metan.

Sjá má frekari fróðleik á vef Saman gegn sóun