Nýtt fyrirkomulag úrgangshirðu verður tekið upp á næstunni.

Nýju ílátin verða keyrð út og eiga öll heimili á höfuðborgarsvæðinu að vera komin með rétt ílát í lok september. Nánari upplýsingar um dreifingu má nálgast á vef hvers sveitarfélags fyrir sig eða á vef Sorpu.

Hringrásarlögin kalla á breytingar í úrgangshirðumálum og er sveitarfélögum skylt að skaffa ílát við húsvegg fyrir eftirfarandi flokka: Blandaðan úrgang, pappír og pappa, plastumbúðir og matarleifar. Matarleifum verður að safna í sérstaka bréfpoka sem passa í körfur sem dreift er með nýju ílátunum.

Við hjá Terra umhverfisþjónustu munum sækja endurvinnslutunnuna á næstunni.

Þeir sem hafa ekki fengið rétt ílát til flokkunar þurfa að fara á grenndarstöðvar með plast og pappír/pappi tímabundið.

Við hvetjum ykkur til að kynna ykkur nýja flokkunarkerfið á vef flokkum.is

Saman náum við árangri

 

Skiljum ekkert eftir