- Þjónusta
- Vörur
- Vinnustaðurinn
- Um okkur
- Vottanir
Mikilvægt skref í átt að orkuskiptum samgangna var stigið þegar Terra, ásamt fjórum öðrum fyrirtækjum, skrifuðu undir vilja yfirlýsingu um kaup á vetnisknúnum vöruflutningabílum. Um er að ræða MAN hTGX dráttarbíla af stærstu gerð, 44/49 tonn og verða bílarnir knúnir vetni sem framleitt er af Orku náttúrunnar. Fyrstu bílarnir eru væntanlegir til landsins næsta vor.
Dráttarbílarnir eru með brunahreyfli sem ganga fyrir vetni og öll umhirða og viðhald því sambærilegt við bifreiðar sem fyrirtæki hafa fyrir í rekstri. Drægni þessara bíla er allt að 600 km sem gerir þá samkeppnishæfari við hefðbundna vörubíla knúna dísil. Vörubílar af þessari stærðargráðu eru með þeim ökutækjum sem nota mest eldsneyti og aka langar vegalengdir á ári hverju.
Orkuskipti í þungaflutningum hafa gríðarleg áhrif og vega þungt í losunarbókhaldi landsins. Áætla má að árleg eldsneytisnotkun 20 dráttarbíla jafnist á við ríflega eitt þúsund fólksbíla og með því að skipta yfir í endurnýjanlega orkugjafa, líkt og vetni, er hægt að draga úr kolefnislosun sem nemur 1.890.000 kgCO2 eða 700.000 lítrum af dísilolíu.
„Okkur er einstök ánægja að taka þátt í þessu verkefni, þar sem eitt af mikilvægustu verkefnum okkar hjá Terra er að hraða orkuskiptum bílaflota okkar og minnka þar með kolefnisspor félagsins. Við sjáum mikil tækifæri í vetnisknúnum bílum til framtíðar sem þátt í að ná sjálfbærnimarkmiðum Terra,“ segir Valgeir Baldursson forstjóri Terra.
Unnið hefur verið að samningum um innflutning bílanna og viljayfirlýsingu um kaup á þeim undir verkstjórn Íslenskrar NýOrku í um 18 mánuði, en Íslensk NýOrka var stofnuð 1999 í tengslum við viljayfirlýsingu ríkisstjórnar Íslands um að stefna að nýtingu endurnýjanlegra orkubera til samgangna. Orka náttúrunnar framleiðir á Hellisheiði vetni til að knýja bílana og Blær Íslenska vetnisfélagið dreifir því. Með þessu sameinast framleiðandi og innflytjandi bílanna, viðskiptavinir og fyrirtækin sem framleiða og dreifa orkugjafanum um eitt stærsta orkuskiptaverkefni á Íslandi.
Á myndinni má sjá fulltrúa frá fyrirtækjunum BM Vallá, Colas, MS, Samskip, og Terra skrifa undir viljayfirlýsingu um kaup á bifreiðunum. Það er Kraftur, umboðsaðili MAN á Íslandi, sem hefur tryggt sér til afhendingar 20 bíla, til afhendingar á næsta og þarnæsta ári.
Móttökustöðin Berghellu 1 er opin
mán - fös: 8:00-17:00
Efnaeyðing er opin alla virka daga: 8:00-16:00
Vörulager er opin alla virka daga: 8:00-16:00
Móttökustöðin Hlíðarvöllum Akureyri er opin
mán-fös: 8:00-17:00
Þjónustuver er opið alla virka daga: 9:00-15:00
Netspjallið er opið alla virka daga: 9:00-16:00