- Þjónusta
- Vörur
- Vinnustaðurinn
- Um okkur
- Vottanir
Flestar rafrettur eru fjölnota en mikilvægt er að flokka þær rétt þegar notkun þeirra er lokið. Rafrettur eru raftæki og ber að flokka með öðrum smærri raftækjum.
Mjög mikilvægt er þó að fjarlægja fyrst rafhlöðuna og flokka hana með öðrum rafhlöðum.
Einnota rafrettur eru einnig með rafhlöðu en hana er ekki hægt að fjarlægja með góðu móti og því er best að setja rafrettuna í heilu lagi með rafhlöðum.
Rafhlaðan í rafrettu er Lithium hleðslurafhlaða líkt og gildir um flest önnur raftæki sem nýta endurhlaðanlegar rafhlöður. Þessar rafhlöður skapa mikla hættu séu þær ekki settar í réttan farveg. Séu þær t.d. settar með raftækjum, pappa eða almennum úrgangi eru tölvuverðar líkur á að þær geti valdið eldsvoða. Ástæðan er sú að rafhlöðurnar geta skaðast við vélræna meðhöndlun og ef það kemst síðan að þeim vatn eða raki verður efnahvarf sem skapar bruna.
Hjá Terra umhverfisþjónustu hafa átt sér stað tveir minniháttar eldsvoðar í endurvinnsluhúsi Terra umhverfisþjónustu sem rekja má til þess að hleðslurafhlöður bárust í endurvinnslutunnu og í almennum úrgangi.
Hér má sjá rafhlöður sem voru flokkaðar með pappa og ollu minniháttar bruna.
Móttökustöðin Berghellu 1 er opin
mán - fös: 8:00-17:00
Efnaeyðing er opin alla virka daga: 8:00-16:00
Vörulager er opin alla virka daga: 8:00-16:00
Móttökustöðin Hlíðarvöllum Akureyri er opin
mán-fös: 8:00-17:00
Þjónustuver er opið alla virka daga: 9:00-15:00
Netspjallið er opið alla virka daga: 9:00-16:00