Það er mikilvægt að flokka og endurvinna – hér koma sjö góðar ástæður:
- Við verndum auðlindir jarðarinnar. Við göngum hratt á auðlindir jarðarinnar. Ef allir jarðarbúar myndu lifa og hegða sér eins og Íslendingar, þá þyrftum við sex jarðir!
- Með því að flokka og endurvinna pappír verndum við tré og skóga
- Með því að flokka plast komum við í veg fyrir plastmengun og frumvinnslu á plasti sem kallar á olíuvinnslu og brennslu.
- Með því að flokka og endurvinna málma komum við í veg fyrir námuuppgröft
- Með því að flokka og endurvinna gler komum við í veg fyrir frumvinnslu á gleri sem kostar mikla orku og hráefnanotkun
- Við verndum villta náttúru og mikilvæg lífkerfi. Með minnkandi framleiðslu minnkum við námugröft og auðlindanotkun sem leiðir til þess að meira landsvæði myndast fyrir villta náttúru; færri dýr deyja og líffræðilegur fjölbreytileiki eykst.
- Minni frumvinnsla. Almenn auðlindanotkun mun minnka með vaxandi endurvinnslu. Þegar skógar eru ruddir í burt þá hverfa ýmsar dýrategundir, fólk missir heimili sín og koltvíoxíð hverfur úr lífríkinu út í andrúmsloftið.
- Við spörum orku. Það þarf mun minni orku í endurvinnslu en frumvinnslu. Endurvinnsla á áli krefst 95% minni orku en frumvinnsla. Endurvinnsla á pappír krefst 40% minni orku en frumvinnsla.
- Flokkun og endurvinnsla er loftlagsmál. Við drögum úr losun á hættulegum gróðurhúsalofttegundum og gróðurhúsaáhrifum
- Flokkun og endurvinnsla er hagkvæm. Það er dýrt að henda verðmætum. Þetta segir sig sjálft. Þarna eru ýmis mikilvæg efni sem er hægt að endurnýta og endurvinna.
- Flokkun og endurvinnsla skapar ný störf. Fjölmörg ný störf verða til við aukna flokkun og endurvinnslu. Innleiðing á hringrásarhagkerfi á Íslandi gæti skapað þrjú þúsund og fjögur hundruð störf.