- Þjónusta
- Vörur
- Vinnustaðurinn
- Um okkur
- Vottanir
Setjum aldrei spillefni í almennt sorp - það getur skapað eldhættu.
Eldur kom upp í söfnunarbíl Terra í gær, þriðjudaginn 9. febrúar á iðnaðarsvæði í Sundagörðum í Reykjavík.
Samkvæmt upplýsingum frá slökkviliðinu brást bílstjóri Terra hratt og rétt við í þessum aðstæðum og losaði farminn á öruggu svæði þar sem hægt var bregðast við með öruggum hætti. Undir venjulegum kringumstæðum á ekki að kvikna bál í sorpgámum með almennt rusl og eflaust getur ástæðan verið margskonar. Hins vegar er margt sem bendir til þess að einhverskonar umbúðir utan um málningarvörur, leysiefni eða lím gæti hafi verið elduppsprettan.
Af þessu tilefni er því ágætt að minna á að spilliefni eins og olía, málning, lím, leysiefni mega alls ekki fara í almennt sorp - þessi efni geta hitnað og myndað eld og skapað stórhættu. Terra Efnaeyðing sérhæfir sig í flutningi, meðhöndlun og frágangi á spilliefnum og er eini sérhæfði aðilinn í móttöku spilliefna á Íslandi.
Við viljum því minna á að það er ólöglegt, lífshættulegt og afar óumhverfisvænt að setja spilliefni í almennt sorp.
Gætum að þessu, flokkum rétt og skiljum ekkert eftir.
Hér er mikið í húfi.
Móttökustöðin Berghellu 1 er opin
mán - fös: 8:00-17:00
Efnaeyðing er opin alla virka daga: 8:00-16:00
Vörulager er opin alla virka daga: 8:00-16:00
Móttökustöðin Hlíðarvöllum Akureyri er opin
mán-fös: 8:00-17:00
Þjónustuver er opið alla virka daga: 9:00-15:00
Netspjallið er opið alla virka daga: 9:00-16:00