- Þjónusta
- Vörur
- Vinnustaðurinn
- Um okkur
- Vottanir
Stóri plokkdagurinn verður haldinn núna á sunnudaginn, 30. apríl. Er þetta í sjötta sinn sem þessi dagur er haldinn hátíðlegur. Hvetjum við, hjá Terra umhverfisþjónustu sveitarfélög, vinnustaði, skóla, nágranna og fjölskyldur að taka þátt í þessum frábæra degi sem er góð áminningu um hversu mikilvægt er að ganga vel um náttúru okkar.
Viljum við benda ykkur á mikilvægi þess að vera með glæra poka þegar þið eru að plokka til að auðvelda alla endurvinnslu á þeim efnum og þar með koma þeim í réttan farveg. Til að gera enn betur, hvetjum við ykkur til að vera með tvo poka og setja plast í sér poka.
Hægt er að fara með pokana á þjónustustöðvar Sorpu sem eru opnar á Stóra plokkdeginum til klukkan 16:00, einnig eru vinir okkar hjá Orkunni með ílát frá okkur í Terra umhverfisþjónustu þar sem þeir munu taka fagnandi á móti öllum plokkurum.
Þær stöðvar sem Orkan eru með þar til gerð ílát eru:
Frekari upplýsingar um Stóra plokkdaginn er að finna á vef Plokk
Móttökustöðin Berghellu 1 er opin
mán - fös: 8:00-17:00
Efnaeyðing er opin alla virka daga: 8:00-16:00
Vörulager er opin alla virka daga: 8:00-16:00
Móttökustöðin Hlíðarvöllum Akureyri er opin
mán-fös: 8:00-17:00
Þjónustuver er opið alla virka daga: 9:00-15:00
Netspjallið er opið alla virka daga: 9:00-16:00