Terra er áframhaldandi bakhjarl Hringiðu.

Fyrir ykkur sem ekki þekkið hvað Hringiða er þá hefur sá hraðall það markmið að efla og styðja við græn nýsköpunarverkefni.

Hlutverk Hringiðu+ er að stuðla að því að á Íslandi dafni öflug fyrirtæki sem byggja á hugmyndafræði hringrásarhagkerfisins, skapi verðmæt og áhugaverð störf og skili árangri í umhverfis- og loftslagsmálum á Íslandi.

Þess má geta að síðastliðinn mánudaginn var opnað fyrir umsóknir í hraðalinn Hringiðu+ 2025, allar upplýsingar tengdum þessu hraðli er að finna hér

Við hjá Terra hvetjum alla sem hafa áhuga á að taka þátt í þessu einstaka verkefni að sækja um.

Ef ykkur langar að fræðast meira um hraðalinn þá mun Hringiða vera með kynningarviðburð miðvikudaginn 22. janúar frá kl. 12:00 til 13:00 í Grósku. Þar verður boðið upp á léttar veitingar og veitt innsýn í fyrirkomulag hraðalsins.

Þess má geta að viðburðurinn er öllum opinn, og skráning er í boði á Facebook-síðu viðburðarins: Hringiða+: Kynningarfundur.