- Þjónusta
- Vörur
- Vinnustaðurinn
- Um okkur
- Vottanir
Terra umhverfisþjónusta hefur ávallt haft metnað til að vera í farabroddi á svið úrgangsstjórnunar og tekur í notkun nýjar merkingar Fenúr, samræmt, einfalt og gott merkingakerfi sem er mikilvægt til að stuðla að betri flokkun og styður við bætta úrgangsstjórnun á Íslandi.
Umhverfisráðuneytið styrkti útgáfu merkjanna og lagt er upp með að þessar merkingar verði notaðar í samæmdu flokkunarkerfi sveitarfélaga og hafa nokkur þegar byrjað að vinna með þessar merkingar, djúpgámar hjá Reykjavíkurborg og grenndarstöðvar á Reykjanesi. Í stefnu um meðhöndlun úrgangs kemur fram að 1. janúar 2023 verði sérstakri söfnun heimilisúrgangs komið á, þe. einsaklingar og lögaðilar skyldaðir til að flokka heimilisúrgang og á sama tíma verði samræmdum merkingum fyrir úrgangstegundir komið á. Við höfum því eitt ár til að aðlaga okkur að því sem verður lögbundið 1. janúar 2023.
Allir sem vilja hafa flokkun hjá sér skýra og aðgengilega geta nálgast merkingarnar en þær eru aðgengilegar og gjaldfrjálsar fyrir alla helstu úrgangsflokka á heimasíðu FENÚR, fenur.is. Framleiðendur og innflytjendur geta sett viðeigandi merki á umbúðir vara sem þeir selja neytendum og þannig einfaldað og bætt flokkun umbúða. Þannig tala umbúðir og ílát saman og einfalda okkur flokkunina.
Saman náum við árangri og stuðlum að því að halda markmiði Terra, Skilja ekkert eftir, á loft með því að draga úr urðun úrgangs og minnka sóun. Terra aðstoðar fyrirtæki og heimili við að ná góðum árangri í flokkun efna til endurvinnslu, hvetjur til minni notkunar á umbúðum og lágmörkunar úrgangs. Samræmdar flokkunarmerkingar Fenúr er hluti af þeirri vegferð og mikilvægur hlekkur í hringrásarhagkerfinu.
Flokkunarhandbók fyrirtækja hefur verið uppfærð og má nálgast hér!
Móttökustöðin Berghellu 1 er opin
mán - fös: 8:00-17:00
Efnaeyðing er opin alla virka daga: 8:00-16:00
Vörulager er opin alla virka daga: 8:00-16:00
Móttökustöðin Hlíðarvöllum Akureyri er opin
mán-fös: 8:00-17:00
Þjónustuver er opið alla virka daga: 9:00-15:00
Netspjallið er opið alla virka daga: 9:00-16:00