- Þjónusta
- Vörur
- Vinnustaðurinn
- Um okkur
- Vottanir
Terra áfram með úrgangshirðu á Seltjarnarnesi til ársins 2029
Terra hefur undanfarin ár sinnt úrgangshirðu við heimili á Seltjarnarnesi og haldið um þráðinn í þeirri mikilvægu þjónustu. Á vormánuðum var verkið boðið út, þar sem samkeppni var ríkjandi. Eftir ítarlega skoðun á tilboðum og greiningu á kostum hverra bjóðenda var niðurstaðan sú að halda áfram samstarfi við Terra.
Samningurinn, sem mun gilda til ársins 2029, felur í sér áframhaldandi þjónustu Terra við íbúa bæjarins, sem tekur til alls úrgangs frá heimilum. Samkvæmt samningnum mun Terra leggja áherslu á framúrskarandi þjónustu og aukna áherslu á endurvinnslu og umhverfisvænar lausnir, sem er í takt við stefnu bæjarins í umhverfismálum.
Undirritun verksamningsins fór fram á dögunum, þar sem Þór Sigurgeirsson bæjarstjóri og Valgeir Baldursson, framkvæmdastjóri Terra staðfestu áframhaldandi samstarf.
„Mér líst vel á áframhaldandi samstarf við Terra. Verkefnin eru krefjandi í nýju sorpflokkunarkerfi sem innleitt var hér síðasta ári. Nýja kerfið hefur farið vel af stað og hnökrum fer fækkandi. Aðal atriðið er öflug þjónusta við íbúa sem felst í aukinni tíðni losana frá því sem var í upphafi nýja kerfisins,“ segir Þór Sigurgeirsson bæjarstjóri.
Valgeir Baldursson tekur undir það og segir að Terra sé spennt fyrir að taka næstu skref í þróun þjónustunnar á Seltjarnarnesi. „Við höfum lagt mikið upp úr því að þróa umhverfisvænar lausnir og efla þjónustuna með íbúum bæjarins í huga. Með þessum nýja samningi ætlum við að halda áfram að veita framúrskarandi þjónustu.“
Samningurinn tryggir að Terra haldi áfram að vera leiðandi aðili í úrgangshirðu á Seltjarnarnesi og tryggir íbúum sveitarfélagsins trausta og áreiðanlega þjónustu næstu fimm árin.
Móttökustöðin Berghellu 1 er opin
mán - fös: 8:00-17:00
Efnaeyðing er opin alla virka daga: 8:00-16:00
Vörulager er opin alla virka daga: 8:00-16:00
Móttökustöðin Hlíðarvöllum Akureyri er opin
mán-fös: 8:00-17:00
Þjónustuver er opið alla virka daga: 9:00-15:00
Netspjallið er opið alla virka daga: 9:00-16:00