- Þjónusta
- Vörur
- Vinnustaðurinn
- Um okkur
- Vottanir
Áttundu hreinsunarferð Hreinni Hornstranda fór fram um helgina. Hreinni Hornstrandir eru félagasamtök sem halda utan um ruslahreinsun á Hornströndum á ári hverju. Frá þessu er greint á bb.is.
Hreinsað var að þessu sinni í Hlöðuvík en þar hófst hreinsunarátakið einmitt fyrir sjö árum árið 2014. Harðduglegur 25 manna hópur hélt af stað í hádeginu á föstudaginn og hóf strax að hreinsa fjörurnar. Hópurinn tjaldaði og gisti á tjaldsvæðinu í Hlöðuvík en fékk svo liðsauka á laugardeginum frá Seiglunum, Kvennasigling á skútu sem er á ferð um landið. Þær lögðu hönd á plóg í hreinsuninni.
Varðskipið Týr og áhöfn þess fluttu svo ruslið út í skip og þegar allt var komið um borð var slegið upp grillveislu og siglt á leið heim. Í frétt um málið frá forsvarsmönnum átaksins segir: „Eigum við þeim sérstaklega mikið að þakka eins og alltaf. Þrátt fyrir að víkin hafði verið hreinsuð áður og það skilað um 5 tonnum af rusli var tilfinning hópsins nú að þetta væri engu minna en þá, hugsanlega meira sem er mikið umhugsunarefni. Allt í allt tókst þó hreinsunin vel.“
Styrktaraðilar ferðarinnar eru: Landhelgisgæsla Íslands, Ísafjarðarbær, Umhverfisstofnun, Sjóferðir, Borea Adventures Iceland og Terra.
Starfsmenn Landhelgisgæslunnar tóku af meðfylgjandi mynd af hópnum á varðskipinu Tý ásamt ruslinu.
Móttökustöðin Berghellu 1 er opin
mán - fös: 8:00-17:00
Efnaeyðing er opin alla virka daga: 8:00-16:00
Vörulager er opin alla virka daga: 8:00-16:00
Móttökustöðin Hlíðarvöllum Akureyri er opin
mán-fös: 8:00-17:00
Þjónustuver er opið alla virka daga: 9:00-15:00
Netspjallið er opið alla virka daga: 9:00-16:00