- Þjónusta
- Vörur
- Vinnustaðurinn
- Um okkur
- Vottanir
Umhverfisverðlaun Terra 2022
Á degi umhverfisins voru veitt Umhverfisverðlaun Terra fyrir árið 2022.
Gunnar viðskiptastjóri og Valgerður forstöðumaður viðskiptadeildar hjá Terra afhendu Heiðdísi Búadóttur umhverfisstjóra Eyktar verðlaunin í höfuðstöðvum Eyktar.
Eykt ehf hlaut umhverfisverðlaun Terra 2022 fyrir framúrskarandi, markvissan og eftirtektarverðan árangur og ábyrga stefnu í umhverfismálum.
Nú um síðastliðin áramót tóku í gildi lagabreytingar sem skikka fyrirtæki til að flokka úrganga í 7 flokka, en þess má geta að hjá Eykt þurfti enga lagabreytingu til að bæta flokkun þar sem þau hafa verið til fyrirmyndar hvað varðar þennan málaflokk. Úrgangsstjórnun Eyktar er til fyrirmyndar og starfar fyrirtækið auk þess eftir ISO9001 gæðastaðli. Eykt hefur náð þeim frábæra árangri að ná endurvinnsluhlutfallinu í rúmlega 90% og er markmið þeirra að ná enn betri árangri á árinu.
Terra vill hvetja fólk og fyrirtæki til þess að flokka og endurvinna betur. Úrgangur er ekki bara úrgangur heldur er um verðmæti að ræða sem er mikilvægt að fara vel með og ná honum aftur inn í hringrásarhagkerfið.
Umhverfisverðlaunin er hvatning til að gera betur. Hlutverk Terra er að vinna með fyrirtækjum, opinberum aðilum og einstaklingum, sem þjónustuaðili og ráðgjafi. Við komum svo að söfnun úrgangs og komum honum í réttan farveg til endurnýtingar og endurvinnslu.
Til hamingju Eykt ehf. með Umhverfisverðlaun Terra og frábæran árangur.
Skiljum ekkert eftir!
Móttökustöðin Berghellu 1 er opin
mán - fös: 8:00-17:00
Efnaeyðing er opin alla virka daga: 8:00-16:00
Vörulager er opin alla virka daga: 8:00-16:00
Móttökustöðin Hlíðarvöllum Akureyri er opin
mán-fös: 8:00-17:00
Þjónustuver er opið alla virka daga: 9:00-15:00
Netspjallið er opið alla virka daga: 9:00-16:00