- Þjónusta
- Vörur
- Vinnustaðurinn
- Um okkur
- Vottanir
Síðustu fimm árin hefur Terra valið samstarfsaðila og veitt Umhverfisverðlaun Terra fyrir framúrskarandi árangur í flokkun og endurvinnslu. Í fyrra voru í fyrsta sinn valin tvö fyrirtæki til að hljóta þessi eftirsóttu verðlaun. Eitt á höfuðborgarsvæðinu og eitt á landsbyggðinni.
Fyrir árangur árið 2024 á höfuðborgarsvæðinu er það Íslandshótel sem hlaut umhverfisverðlaunin fyrir framúrskarandi, markvissan og eftirtektarverðan árangur og ábyrga stefnu í úrgangsmálum.
Íslandshótel er að sinna sínum úrgangsmálum af mikilli festu og miklum áhuga. Það hefur verið ánægjulegt að vinna með þeim í að finna betri leiðir, betri ílát fyrir ákveðna úrgangsflokka og aðstoða þau við að ná árangri.
Í rökstuðningi nefndarinnar kom meðal annars fram að starfsfólk samstæðu Íslandshótela hefur haft skýra sýn og unnið mjög markvisst í þá átt að sem allra mest af öllu því sem til fellur fari aftur inn í hringrásarhagkerfið og sem allra minnst í urðun. Enda er árangurinn eftir því hjá Íslandshótelum.
„Þessi viðurkenning er staðfesting á langtímaskuldbindingu okkar við að draga úr urðun og auka endurvinnslu, með skýrri framtíðarsýn um að styrkja hringrásarhagkerfið og vernda einstaka náttúru Íslands. Verðlaunin endurspegla fyrst og fremst ómælda vinnu, ástríðu og samheldni starfsfólks Íslandshótela, sem hefur sett okkur í fremstu röð í sjálfbærni á Íslandi. Megi þessi árangur hvetja okkur áfram til að gera enn betur saman.“ segir Erna Dís Ingólfsdóttir, framkvæmdastjóri mannauðs- og gæðasviðs, Íslandshótel.
”Við hjá Terra erum tilbúin til að vinna þétt með viðskiptavinum okkar og hvetjum fólk og fyrirtæki til að flokka betur og auka endurvinnsluhlutfall alls úrgangs sem fellur til á hverjum stað. Það er vaxandi skilningur, sem betur fer, að við getum með frekar lítilli fyrirhöfn og tilkostnaði komið miklu stærri hluta úrgangs aftur inn í hringrásina. Sífellt fleiri eru að vakna og bera meiri ábyrgð á úrgangsmálum fyrirtækja sinna enda eru úrgangsmál einn málaflokkur sjálfbærnimála fyrirtækja. Umhverfisverðlaunin eru hvatning til allra okkar viðskiptavina að gera betur” segir Valgerður, forstöðumaður viðskiptadeildar hjá Terra
Á myndinni má sjá Jóhann Gunnarsson, viðskiptastjóra Terra, frá Íslandshótelum eru þau Lijing Zhou sérfræðingur í sjálfbærni, Guðlaugur Sæmundsson innkaupastjóri, Erna Dís Ingólfsdóttir framkvæmdastjóri mannauðs og gæðasviðs, Hjörtur Valgeirsson framkvæmdastjóri rekstrarsviðs og Valgerði Sigrúnar Vigfúsardótir, forstöðumann viðskiptadeildar.
Móttökustöðin Berghellu 1 er opin alla virka daga: 8:00-17:00
Efnaeyðing er opin alla virka daga: 8:00-16:00
Vörulager er opin alla virka daga: 8:00-16:00
Móttökustöðin Hlíðarvöllum Akureyri er opin alla virka daga: 8:00-17:00
Móttökustöðin í Vestmannaeyjum er opin virka daga: 10:00-18:00 og helgar 11:00-16:00
Móttökustöðin Akranesi er opin mán, þri, mið og fös: 10:00-18:00, fim 10:00-20:00 og lau 9:00-15:00
Þjónustuver er opið alla virka daga: 9:00-15:00
Netspjallið er opið alla virka daga: 9:00-16:00