- Þjónusta
- Vörur
- Vinnustaðurinn
- Um okkur
- Vottanir
PCC BakkiSilicon hefur hlotið umhverfisverðlaun Terra á Norðurlandi fyrir árið 2024, en fyrirtækið hefur lagt mikla áherslu á sjálfbærni og umhverfisvernd í starfsemi sinni.
Fyrirtækið hefur sérstakan umhverfisstjóra sem vinnur að því að lágmarka umhverfisfótspor þess. Flokkun úrgangs hefur gengið afar vel hjá PCC, þar sem fyrirtækið flokkar nú úrgang í alls 34 mismunandi flokka. Á árinu 2024 lét PCC einnig malbika gámaplan á lóð sinni, sem stuðlar að betri aðstöðu fyrir umhverfisvæna úrgangsstjórnun.
Að mati Terra hefur PCC BakkiSilicon sýnt framúrskarandi árangur í umhverfismálum, verið virkt í samskiptum og tekið jákvætt í ábendingar til að hámarka endurvinnsluferla. Fyrirtækið hefur sýnt mikinn metnað í að bæta umhverfisstarf sitt og aðlaga sig að nýjustu kröfum í umhverfismálum
„PCC er fyrirtæki sem ánægjulegt er að starfa með. Starfsemi þeirra krefst sértækra lausna og felur í sér áhugaverðar áskoranir, þar sem samstarfsvilji þeirra er ávallt til staðar." segir Kristbjörn sölu- og þjónustustjóri Terra
Hér á myndinni má sjá Þórunni Harðardóttur, öryggissérfræðing, Tomasz Jan Horyn, CEO og Steindór Freyr Þorsteinsson, öryggisstjóra, taka á móti verðlaunum úr hendi Kristbjörns Viðars Baldurssonar sem er sölu- og þjónustustjóri hjá Terra.
Móttökustöðin Berghellu 1 er opin
mán - fös: 8:00-17:00
Efnaeyðing er opin alla virka daga: 8:00-16:00
Vörulager er opin alla virka daga: 8:00-16:00
Móttökustöðin Hlíðarvöllum Akureyri er opin
mán-fös: 8:00-17:00
Þjónustuver er opið alla virka daga: 9:00-15:00
Netspjallið er opið alla virka daga: 9:00-16:00