- Þjónusta
- Vörur
- Vinnustaðurinn
- Um okkur
- Vottanir
Nýr þjónustusamningur í Vestmannaeyjum
Þann 1. desember, tók Terra formlega við þjónustusamningi við Vestmannaeyjabæ, sem áður var í höndum Kubbs. Samningurinn nær til þjónustu við heimili og stofnanir bæjarins, auk reksturs móttökustöðvar og þjónustu við grenndarstöðvar.
Þetta nýja verkefni markar tímamót og felur í sér fjölmörg tækifæri til að lyfta úrgangsmálum Vestmannaeyja á hærra plan. Fyrirtækið hefur miklar væntingar til verkefnisins og leggur áherslu á að bæta þjónustu og auka sjálfbærni í starfseminni.
Til að stýra verkefninu hefur Daníel Edward Jónsson verið ráðinn sem rekstrarstjóri. Hann hefur nú þegar hafið störf og mun leiða sjö manna teymi sem fluttist yfir frá Kubbi. Með honum í teyminu eru Jónsteinn, Siggi, Eddy, Slaw, Tryggvi, Michal og Roland.
Fyrirtækið er stolt af því að fá þetta hæfileikaríka teymi til liðs við sig og hlakkar til að vinna að framúrskarandi úrgangslausnum í Eyjum
Móttökustöðin Berghellu 1 er opin
mán - fös: 8:00-17:00
Efnaeyðing er opin alla virka daga: 8:00-16:00
Vörulager er opin alla virka daga: 8:00-16:00
Móttökustöðin Hlíðarvöllum Akureyri er opin
mán-fös: 8:00-17:00
Þjónustuver er opið alla virka daga: 9:00-15:00
Netspjallið er opið alla virka daga: 9:00-16:00