Pappír

Þeir flokkar sem mega fara í pappírstunnuna

  • Dagblöð
  • Umslög og gluggaumslög
  • Bæklingar
  • Bylgjupappi
  • Hreinar mjólkurfernur
  • Gjafapappír
  • Eggjabakkar
  • Sléttur pappi s.s. morgunkornspakkar

Til athugunar við flokkun

Til að efni nýtist sem best sem endurvinnsluefni er nauðsynlegt að hafa í huga að pappír undan matvælum þarf að vera hreinn og þurr.

Allt efni má fara laust í tunnuna

Sjá nánar á vef Sorpu

Pappír

Plast

Hvað má fara í söfnunartunnurnar:

Plast, sem dæmi:

  • Snakkpokar
  • Plastfilma
  • Plastpokar
  • Sjampóbrúsar

Skola þarf efnið og losa tappa af brúsum.

Hreinar plastumbúðir

Blandaður úrgangur
  • Salernisúrgangur
  • Úrgangur frá gæludýrahaldi
  • Bleyjur
  • Gúmmíhanskar
  • Umbúðir sem ekki er hægt að hreinsa
  • Tyggjó

Blandaður úrgangur sem ekki er endurvinnanlegur.

Matarleifar
  • Ávextir og ávaxtahýði
  • Grænmeti og grænmetishýði
  • Egg og eggjaskurn
  • Kjöt og fiskafgangar 
  • Mjöl, grjón, pizza og pasta
  • Brauðmeti, kex og kökur
  • Kaffikorgur og kaffipokar
  • Teblöð og tepokar
  • Mjólkurvörur og grautar
  • Bréf af eldhúsrúllu
  • Tannstönglar, íspinnaprik og sushiprjónar

Matarleifar

435 0000

Móttökustöðin Gáma
Höfðasel 16

Opnunartímar

Mán - mið: 10:00 - 18:00

Fim: 10:00 - 20:00

Fös: 10:00 - 18:00

Lau: 9:00 - 15:00

Sunnudagar: Lokað

 

 

 

Hér má finna verðskrá fyrir heimili 

Hér má finna verðskrá fyrir fyrirtæki 

Móttökuskilmálar
 
Afgreiðsluferli er eftirfarandi:
  1. Starfsmaður tekur á móti viðskiptavinum við inngang móttökustöðvar.
  2. Viðskiptavinir skýra frá því hvaða tegund úrgangs þeir eru með.
  3. Gjaldskyldur úrgangur er greiddur eftir rúmmáli og flokki.
  4. Greiðsla fer fram áður en úrgangur er losaður.
  5. Úrgangi er komið fyrir í réttum ílátum af viðskiptavini samkvæmt leiðbeiningum starfsmanna.
  6. Útkeyrsla er sömu leið og komið er inn.
Mikilvæg atriði til að auðvelda heimsókn þína:
  • Sýnum tillitsemi: Höldum þolinmæði, göngum snyrtilega um og tökum tillit til annarra.
  • Flokkun úrgangs: Flokkaðu úrgang áður en þú kemur á stöðina til að flýta fyrir afgreiðslu.
  • Fyrirmyndar flokkun: Slík flokkun skilar úrgangi aftur út í hringrásarhagkerfið, þar sem úrgangur fer í endurnotkun, endurnýtingu eða endurvinnslu.
  • Glærir pokar: Notaðu glæra poka til að auðvelda flokkun.
  • Virðum opnunartíma: það er með öllu óheimilt að skilja eftir úrgang fyrir utan móttökustöðina.
  • Snyrtileg losun: Taktu upp það sem fellur til hliðar við losun.
  • Öryggi: Það er óheimilt að gramsa eða fjarlægja hluti úr ílátum.
  • Reykingar eru bannaðar á svæðinu.
  • Aðstoð starfsfólks: Starfsfólk veitir leiðbeiningar en aðstoðar ekki við losun úrgangs.
  • Börn: Börn eru á ábyrgð fullorðinna.
Móttökuskilmálar
  • Úrgangi skal skila flokkuðum á móttökustöðinni.
  • Rúmmálsminnkun úrgangs leiðir til lægri gjalda, betri nýtingar á ílátum, minni aksturs og minni umhverfisáhrifa.
  • Æskilegt er að úrgangur sé í farmi sem ekki er stærri en 2m³ til að tryggja skilvirkt flæði á móttökustöðinni.