Pappír

Þeir flokkar sem mega fara í pappírstunnuna

  • Dagblöð
  • Umslög og gluggaumslög
  • Bæklingar
  • Bylgjupappi
  • Hreinar mjólkurfernur
  • Gjafapappír
  • Eggjabakkar
  • Sléttur pappi s.s. morgunkornspakkar

Til athugunar við flokkun

Til að efni nýtist sem best sem endurvinnsluefni er nauðsynlegt að hafa í huga að pappír undan matvælum þarf að vera hreinn og þurr.

Allt efni má fara laust í tunnuna

Sjá nánar á vef Sorpu

Pappír

Plast

Hvað má fara í söfnunartunnurnar:

Plast, sem dæmi:

  • Snakkpokar
  • Plastfilma
  • Plastpokar
  • Sjampóbrúsar

Skola þarf efnið og losa tappa af brúsum.

Hreinar plastumbúðir

Matarleifar og blandaður úrgangur

Blandaður úrgangur, sem dæmi:

  • Dömubindi
  • Blautklútar
  • Bleyjur
  • Ryksugupokar

Matarleifar, sem dæmi:

  • Eggjaskurn
  • Matarleifar með beini
  • Kaffikorgur
  • Fiskiúrgangur
  • Tannstöngull úr við

Sjá nánar á vef Sorpu

Tvískipt tunna; Matarleifar og blandaður úrgangur

435 0000

Endurvinnslustöðin Gáma
Höfðasel 16

Opnunartímar

Opnunartími:

Virka daga kl. 10:00-12:00 og 13:00-18:00

Laugardaga kl. 10:00-14:00

 

 

(Opnunartími er birtur með fyrirvara um breytingar hjá sveitarfélaginu)

 

Terra á Vesturlandi sér um rekstur endurvinnslustöðvar Gámu að Höfðaseli 16.

(Opnunartími er birtur með fyrirvara um breytingar hjá sveitarfélaginu.)
Gjaldskylt
  • Timbur
  • Gler/Postulín
  • Jarðvegur
  • Múrbrot
  • Grófur úrgangur
  • Net
  • Olíusíur
  • Vatnsmálning - fyrirtæki
  • Almennur heimilisúrgangur
  • Trúnaðarskjöl
Gjaldfrjálst
  • Rafgeymar
  • Rafhlöður
  • Raftæki
  • Endurvinnsluefni
  • Málmar
  • Fatnaður og klæði
  • Nytjahlutir
  • Járn
  • Heyrúlluplast
  • Hjólbarðar
  • Garðaúrgangur
  • Bylgjupappi
  • Plastfilma
  • Spilliefni 
  • Vatnsmálning - einstaklingar

Símanúmer Gámu er 435-0000 og er opnunartími alla virka daga frá kl. 10-12 og 13-18 og á laugardögum frá kl. 10-14.

Frá 4.maí til og með 8.júní verður lengri opnunartími á laugardögum. Þá verður opið frá kl. 10:00 - 17:00

Klippikort
Fasteignaeigendur eru minntir á "Gámukortin" (klippikort) sem fást afhent í þjónustuveri kaupstaðarins. Hver íbúðareigandi getur fengið afhent eitt kort árlega sem veitir handhafanum rétt til endurgjaldslausrar afhendingar á allt að 3 m3 af heimilisúrgangi í móttökustöðinni Gámu.

Vekjum athygli á því að söfnun nytjahluta fyrir nytjamarkaðinn Búkollu er í Gámu. Búkolla er á vegum Akraneskaupstaðar.

Endurvinnsla á flöskum og dósum
Í Fjöliðjunni á Akranesi er boðið er upp á verndaða vinnu og endurhæfingu fyrir þá sem þess þurfa og leita eftir þjónustu. Fjölbreytt vinna fer þar fram og starfsfólkið tekst á við mörg ólík verkefni. Til að mynda fer þar fram endurvinnsla dósa og telja starfsmenn Fjöliðjunnar umbúðirnar. Á hverju ári tekur starfsfólk Fjöliðjunnar á móti og telur á þriðju milljón umbúða. Fjöliðjan er staðsett á Smiðjuvöllum og er hún opin alla virka daga frá kl. 8:00-11:45 og frá kl: 13:00-15:45. Fjöliðjan er á vegum Akraneskaupstaðar. 

Bílar í förgun
Íbúar þurfa að skila bílnúmerum inn til Frumherja og afskrá bílana. Þá er hægt að fara með afskráða bíla í Gámu.