Matarleifar
  • Ávextir og ávaxtahýði
  • Grænmeti og grænmetishýði
  • Egg og eggjaskurn
  • Kjöt og fiskafgangar
  • Mjöl, grjón, pizza og pasta
  • Brauðmeti, kex og kökur
  • Kaffikorgur og kaffipokar
  • Teblöð og tepokar
  • Mjólkurvörur og grautar
  • Kámaðar pappírsþurrkur
  • Tannstönglar, íspinnaprik og sushiprjónar

Matarleifar

Blandaður úrgangur
  • Salernisúrgangur
  • Úrgangur frá gæludýrahaldi
  • Bleyjur
  • Gúmmíhanskar
  • Umbúðir sem ekki er hægt að hreinsa
  • Tyggjó

Blandaður úrgangur

421 8014

Endurvinnslustöð í Vogum að Jónsvör 9
Jónsvör, Vogar

Opnunartímar

Opnunartími:

Þriðjudaga     kl. 17:00 - 19:00

Fimmtudaga kl. 17:00 - 19:00

Föstudaga     kl. 17:00 - 19:00

Sunnudaga    kl.  12:00 - 16:00

 

(Opnunartími er birtur með fyrirvara um breytingar hjá sveitarfélaginu)  

Góð flokkun er undirstaða hagkvæmrar endurvinnslu en aðskotahlutir í úrgangnum sem safnað er eyðileggur hráefnið, verðfellir það á erlendum mörkuðum og getur valdið skemmdum á tækjabúnaði. Því er mikilvægt að flokka vel og flokka rétt!

Forflokkun áður en komið er inn á endurvinnslustöðina styttir viðdvöl á stöðinni, auðveldar losun og hindrar biðraðir. Fara skal með hvern flokk forflokkaðs úrgangs í sérmerktan gám/ílát þegar komið er inn á stöðvarnar. Ef eitthvað er óljóst skal fólk leita ráða hjá starfsmanni endurvinnslustöðvarinnar sem er því innan handar um flokkun úrgangs og staðsetningu íláta.